COSTCO KOMIÐ Í KRÓNUHARK

  Úr neytendahorninu:

  Costco æðið er ekki bara að renna af landsmönnum, heldur líka af Costco. Súper lágt verð heyrir sögunni til. Núna er það bara krónustríð eins og milli Bónuss og Krónunnar.

  Tölvulistinn selur Acer Chromebook fartölvu á 44.995 kr. Vörunúmer NXGC2E008.
  Costco selur nákvæmlega sömu fartölvu á 44.899 kr. Verðið er 6 krónum lægra.

  Þetta gerir holan hljóm í stóryrði forráðamanna Costco um að fyrirtækið geti boðið lægra verð með stórinnkaupum á heimsvísu. Og svo má ekki gleyma aðildarkortinu – Costco státar af því að álagningin sé í lágmarki og hagnaðurinn komi af sölu kortanna.

  Og hvað er að gerast í starfsmannamálum Costco? Í fyrra var talað fjálglega um hvað Costco væri eftirsóttur vinnustaður, starfsmenn héldu tryggð við fyrirtækið og ættu möguleika á að vinna sig upp. Mörg hundruð Íslendingar sóttu um starf hjá Costco. En það er hending að hitta á íslenskan starfsmann í Costco. Þetta eru meira eða minna allt útlendingar sem virðast flestir hverjir koma frá höfuðstöðvunum í Bretlandi.

  Auglýsing