COSTCO Í BULLANDI VÖRN

  Bónus er í stórsókn gegn Costco, veður upp völlinn og engu er líkara en Costco hafi pakkað í vörn sem er þó hriplek. Sama er upp á teningnum þegar Krónan og Nettó fara inn á völlinn gegn ameríska verslunarrisanum.

  Þetta má lesa úr ummælum áhugasamra neytenda á Netinu sem margir hverjir ætla ekki að endurnýja Costcoáskrift sína:

  Kona segir: Einn hlutur sem áður kostaði 2.700 kostar nú 4.229. Vá hrikaleg hækkun. Þetta kaupi ég ekki aftur á þessu verði. Nei, takk.

  Önnur segir: Sorglegt hvað allt hefur hækkað, efast um að ég kaupi nýja áskrift. Þar fór það.

  Sú þriðja segir: Þeir skjóta sig alfarið sjálfir í fótinn. Neytendur hér á landi eru ekki algjör fífl.

  Sú fjórða: NKL frábært að fá þá inn á markaðinn, vöruverð lækkaði en svo bara eins og alltaf, hækkun og hækkun. Það virðist nær allt hafa hækkað í Costco. Sem dæmi þá kostuðu andarúllur í júní 2017  1.299 krónur en nú  3.249.

  Sú fimmta: Uppáhalds kjúklinganaggarnir mínir kostuðu 2.799 í byrjun opnunar og hækkuðu svo smátt og smátt og núna kostar pokinn 4.299.

  Þá kemur karlmaður: Costco er á hraðferð út af markaðinum. Bónus og Krónan eru að koma sterkt inn. Hvernig datt þessum mönnum í hug að taka íslensku okuraðferðina á þessu?

  Og að lokum þetta: Ég keyri ekki langar leiðir í Costco þegar það er orðið jafndýrt eða dýrara í Costco. T.d keypti ég alltaf gíska jógurt í Costco. Nú fæst hún 300 kr. ódýrari í Bónus og Krónunni. Auðvitað kaupi ég hana þar, ekki í Costco.

  Auglýsing