CHRIS FRASCO ÓKEYPIS Í ÖLVERI

    Sportbarinn Ölver í Glsæibæ hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að veitingmaðurin Jón Tryggvi Jónsson (áður í Fjöruborðinu á Stokkseyri og Lækjarbrekku í Bankastræti) tók við rekstrinum og hóf tónleikahald með stæl.

    Nú kynnir Ölver með stolti tónleika með bandaríkjamanninum Chris Frasco á sunnudagskvöldið klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

    Chris Frasco hefur gefið út plöturnar In Light and Shadow og Damage og hlotið mikið lof fyrir vestra og verið líkt við Eric Clapton eða eins og bandrískir tónlistargagnrýnendur orða það: “Masterful songwriting and playing… the next Eric Clapton but with a tinge of Joe Satriani and a dash of John Mayer.”

    Auglýsing