DIANA KRALL (54)

Kanadísks söngkonan og píanóleikarinn Diana Krall er afmælisbarn dagsins (54). Hún hefur selt sex milljónir platna í Bandaríkjunum og 15 milljónir á heimsvísu. https://www.youtube.com/watch?v=Yr8xDSPjII8

ANNI Í ABBA (73)

Anni-Frid Lyngstad, fjórðungur úr Abba, er afmælisbarn dagsins, orðin 73 ára. Hér í sænskum sjónvarpsþætti 1967 áður en Abba kom til sögunnar; gift með tvö börn. https://www.youtube.com/watch?v=xHUGxTvkKis

KARL BRETAPRINS (70)

Karl Bretaprins er sjötugur í dag og er ekki enn orðinn kóngur enda drottningin móðir hans ekki nema 92 ára. Karl fær að sjálfsögðu óskalag með Prince: https://www.youtube.com/watch?v=cpGA0azFdCs  

GRACE KELLY (89)

Kvikmyndastjarnan og þokkadís alls heimsins, Grace Kelly (1929-1982), er afmælisbarn dagsins, hefði orðið 89 ára. Hún hvarf af hvíta tjaldinu 1956 þegar hún giftist  Rainer prins í...

MORRICONE (90)

Konungur kvikmyndatónlistarinnar, Ennio Morricona,  er níræður í dag og verður að teljast gott. Þeir náðu ekki allir þeim aldri í The Good, the Bad and the Ugly...

BRYN TERFEL (53)

Velski óperusöngvarinn Bryn Terfel er afmælisbarn dagsins (53); bassi/baritón, tæpir tveir metrar á hæð og syngur hér: Ef ég væri ríkur: https://www.youtube.com/watch?v=CglhQzAIOvE

PATTI PAGE (91)

Patti Page (1927-2013) er afmælisbarn dagsins. Bandarísk popp-og kántrýsöngkona sem seldi 100 milljónir platna á ferli sem spannaði sex áratugi. https://www.youtube.com/watch?v=Oi6oSjmDV4U

JONI MITCHELL (75)

Ein merkasta tónlistarkona samtímans, Joni Mitchell, er afmælisbarn dagsins, kanadísk og verður 75 ára. Engin hefur enn komist með tærnar þar sem hún hefur hælana. https://www.youtube.com/watch?v=94bdMSCdw20

ART GARFUNKEL (77)

Art Garfunkel á afmæli í dag (77), þekktastur fyrir samstarf sitt með Paul Simon en hér er hann sóló með eitt af lögum Beach Boys, Disney Girls: https://www.youtube.com/watch?v=1QBRwj3kzno

ROY ROGERS (107)

Roy Rogers hefði orðið 107 ára næsta þriðjudag. Takið daginn frá. https://www.youtube.com/watch?v=WLoYFvbR0XY

Sagt er...

SAGT ER…

...að þetta sé jólagjöfin í ár. Gulu vestin sem notuð eru í mótmælunum í París. Fást á bensínstöðvum.

Lag dagsins

BRENDA LEE (74)

Bandaríska söngkonan Brenda Lee verður 74 ára á morgun. Hún hefur selt fleiri plötur en flestar aðrar konur og var reyndar í fjórða sæti...