Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Afmælisbarn dagsins er einn höfuðsnillingur síðustu aldar; Louis Armstrong (1900-1971).

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er Ólafur F. Magnússon (65) læknir og fyrrum borgarstjóri í Reykjavík sem fengist hefur við lagasmíðar og ljóðagerð með ágætum árangri upp á síðkastið. Hér syngur hann eigið lag og texta; Gott og göfugt hjarta. Og yrkir á afmælisdaginn:

Læknislistin er mitt fag,
lætur vel að yrkja.
Lögin ljúfust bæta hag,
líf og gleði ávallt styrkja!

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er Ingibjörg Gunnarsdóttir (58) sem samið hefur marga af vinsælustu dægurlagatextum síðari ára, til dæmis þennan, Minning, sem Bo og Mugison flytja.

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er Árni Þórarinsson rithöfundur (67) en hann valdi óskalagið hér 1. nóvember í fyrra og sagði þá:

“Þetta er ekki uppáhaldslag allra tíma, en ég vel það vegna þess að þessir kraftmiklu eldri borgarar í The Sonics spila hér á Iceland Airwaves á fimmtudaginn. Hrátt klassískt bílskúrsrokk frá Seattle. Have Love Will Travel með The Sonics, gjöriðisvovel…”

Lesa frétt ›
Afmælisbarn er Jerry Garcia (1942-1995) stofnandi Grateful Dead en hann hefði orðið 55 ára á morgun. Jerry Garcia var í 13. sæti yfir bestu gítarleikara allra tíma í lista tímaritsins Rolling Stone. Hann missti 2/3 framan af löngutöng hægri handar í æsku og það gaf gítarleik hans þennan sérstaka hljóm.

Lesa frétt ›
Sæmundur Pálsson, fyrrverandi lögga, smiður og rokkari, Sæmi Rokk, er afmælisbarn dagsins (81). Hér dansar hann við Diddu sína í Iðnó fyrir tveimur árum, þá 79 ára.

Lesa frétt ›
Benito Mussolini (1883-1945) fasistaleiðtogi á Ítalíu fyrir og í síðari heimstyrjöldinni hefði átt afmæli í dag. Hér er fasistasöngurinn sem hermenn hans marseruðu undir.

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er Jacqueline Kennedy Onassins (1929-1994) fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna sem hefði orðið 88 ára í dag. Hún hélt mikið upp á þetta lag; I’ll Be Seeing You.

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er fjölmiðlagoðsögnin Ingvi Hrafn Jónsson (75) og segir um óskalagið:

“Jailhouse Rock. Ég söng það í dægurlagasöngkeppni hjá Villa Valla a Ísafirði 1958 og vann fyrstu verðlaun, 500 krónur og flottustu stelpuna á ballinu.”

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er ein áhrifamesta rokkstjarna allra tíma, Mick Jagger (74). Hér með félögum sínum fyrir hálfri öld og rúmlega það – 1966.

Lesa frétt ›
Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn John Grant er afmælisbarn dagsins (49).

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  2. STEYPTI FYRIR ÚTSÝNIÐ: Fréttaritari á Nesinu: --- Það er maður a Nesinu sem kaupir sér eina bestu byggingarlóðina á sun...
  3. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...
  4. SÁTT UM UNNI BRÁ Í VALHÖLL: Úr stigaganginum í Valhöll: --- Innan Sjálfstæðisflokksins er nú unnið að því að fá Unni Brá Kon...
  5. STEFÁN EINAR NÆSTA STJARNA HÁDEGISMÓA: Enn á ný eru byrjaður getgátur um að Davíð Oddsson hætti senn á Morgunblaðinu. Ljóst er a...

SAGT ER...

-

...að þetta sé vel heppnuð forsíða á tímariti


Ummæli ›

-

...að þessi jeppi sé merktur Samfylkingunni (SF) og Davíð Oddssyni í fyrsta sætið (DO1). Borgarstjórnarkosningar nálgast.


Ummæli ›

-

...að Runólfur Oddsson konsúll Slóvakíu á Íslandi (bróðir Davíðs) standi fyrir inntökuprófum í tannlækningum og læknisfræði í Palacky University í Olomuc Tékklandi mánudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Ummæli ›

---

...að þessi maður hafi grillað svínabóg austur á Héraði í gærkvöldi og tókst vel enda svínið eina dýrið hér á landi sem svitnar inn á við og snarkar því vel yfir glóandi kolunum.
Ummæli ›

Meira...