Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Dr. Gunni er afmælisbarn dagsins (52) og um óskslagið segir hann:

“John Trubee er einhver amerískur hippi. Hann sá auglýsingu frá einhverjum kántríkörlum í Nashville sem tóku að sér að búa til lög við frumsamda texta og senda til baka. Trubee tók sig til og bjó til eitthvað dónalegt sýrurugl. Þegar hann fékk kassettuna til baka kom þessi snilld. Kemst alltaf í gott skap að heyra þetta.”

Lesa frétt ›
Hanna Eiríksdóttir herferðarstýra hjá UN Women á Íslandi er afmælisbarn dagsins (38) og óskslagið hennar er Tajabone:

“Þetta er titillagið úr kvikmyndinni Todo sobre mi madre eftir Almadovar og það hrífur mig alltaf líkt og allar myndirnar hans.”

Lesa frétt ›
Logi Einarsson er að rífa Samfylkinguna upp úr rústunum. Hér með Skriðjöklunum á útihátíð a Akureyri fyrir ekki alls löngu. Þvílíkir taktar.

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra Viðreisnar (52) og hún velur Beyoncé þegar kemur að óskalaginu:

“Þetta er ótrúlega flott hjá henni og svo er hún slíka svo flottur jafnréttissinni. Það er gott að dilla sér við þennan takt.”

Lesa frétt ›
Chubby Checker á afmæli (76), maðurinn sem færði heiminum Twist og skipti svo yfir í Limbó og allur heimurinn dansaði með.

Lesa frétt ›
Stórstjarnan Sting er að fara að halda upp á stórafmæli (66).

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er rithöfundurinn Edgar Rice Bourroughs (1875-1950), skapari Tarsan sem varð frægur fyrir sín frumskógaröskur og þá sérstaklega hjá leikaranum Johnny Weissmulller sem löngu seinna tók upp á því að öskra svona um miðjar nætur á elliheimili í Kaliforníu þar sem honum hafði verið fyrirkomið. Hélt það vöku fyrir öðrum á elliheimilinu eins og gefur að skilja.

Lesa frétt ›
Afmælisbarnið er trommuleikarinn og hljómsveitarstjórinn Buddy Rich (1917-1987), einn áhrifamesti trommuleikari síðustu aldar, heimsfrægur fyrir hraða, kraft og einstæða tækni í leik. Hér er hann í trommueinvígi við gamanleikarann Jerry Lewis (1926-2017).

Og hér er hann í alvöru.

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er Pálmi Gunnarsson (67), goðsögn í íslenskum tónlistarheimi um áratugaskeið, og hann segir um óskslagið sitt:

“Enginn hefur tekið rafmagnsbassann jafn rækilega í nefið og þessi músíkalski snillingur. Ég steinlá fyrir Jaco og Weather Report þegar ég heyrði í þeim fyrst. Ennþá eru þeir í algeru uppáhaldi og eldast vel.”

Lesa frétt ›
Björgvin Halldórsson tekur lag dagsins af tvöföldum diski sem kom út fyrir þremur árum með með sálmum og kærleikssöngvum sem ættu að hreyfa við landsmönnum.

Lesa frétt ›
Meat Loaf er sjötugur í dag. Fæddur í Texas. Nema hvað…

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að Brynjar Níelsson eigi líklega við að þetta gildi um annan hvern lífeyrisþega sem hafði innherjaupplýsingar fyrir hrun.
Ummæli ›

...að Aron Vignir frá Hvammstanga sé að selja Bláan Ópal á Netinu á 10 þúsund krónur pakkann.
Ummæli ›

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. NÝJASTA MÓDELIÐ (14): Úr tískudeildinni: --- Þessi stúlka heitir Urður Vala og er úr Hafnarfirði og virðist vera að slá ...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

Meira...