Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Afmælisbarn dagsins er bandaríska kymbomban Jayne Mansfield (1933-1967), konan sem komst næst því að að veita Marilyn Monroe samkeppni í stóra ljóskuslagnum sem þá hét Battle of the Blondes en rann úT í sandinn þegar Mansfield lést sviplega í bílslysi sumarið 1967. Hér syngur hún Too Hot To Handle úr samnefndri kvikmynd.

Lesa frétt ›
Afmælisbarn helgarinnar er Einar Júlíusson (73), frumherji í rokksöng á Íslandi, hér með Ellý Vilhjálms í Hreyfilsvalsinum. Hver man ekki eftir því?

Lesa frétt ›
Afmælisbarnið er Muslim Magomayev (1942-2008), ein skærasta dægurstjarna Sovétríkjanna meðan þau voru og hétu. Útnefndur Listamaður fólksins af stjórnvöldum og söng víða um Evrópu við góðar undirtektir. Hann var kvæntur óperusöngkonunni Tamara Sinyavskaya sem gaf bónda sínum lítið eftir í söng.

Lesa frétt ›
Óskalag þeirra sem enn eru í sumarfríi. Matt Monro með Born Free.

Lesa frétt ›
Dægurlagasöngvarinn Geir Ólafs er afmælisbarn dagsins (44), úthaldsgóður, einlægur, ýtinn og hlýr. En fyrst og síðast góður söngvari.

Lesa frétt ›
Afmælisbarn dagsins er Páll Bergþórsson (94) fyrrum Veðurstofustjóri, mesti veðurspámaður sinnar kynslóðar.

Lesa frétt ›
Mark Knopfler úr Dire Straits er afmælisbarn dagsins (67). Sá er góður með gítar.

Lesa frétt ›
Whitney Houston (1963-2012) er afmælisbarnið, hefði orðið 54 ára. Blessuð sé minning hennar.

Lesa frétt ›
Hildur Helga Sigurðardóttir fjölmiðlakona er afmælisbarn dagsins og Madonna er hennar kona:

“Við Maddý erum jafnöldrur og báðar ljónynjur. Nema hvað ! Vonandi lifum við báðar nógu lengi til að segja söguna, samanber þetta lag, Live to Tell. Auk þess er það úr frábærri bíómynd, Í návígi, At Close Range, með tveimur af mínum uppáhaldsleikurum, Sean Penn og Christopher Walken, meðan báðir voru ungir og sætir. Penn er líka ljón, og var kvæntur Maddonnu á þessum tíma. Varla von að það entist.

Annars hitaði upp fyrir afmælið á Þingvöllum í fegurð og friðsemd. Þar vottar ekki fyrir haustlitum ennþá, enda er ágúst aðal sumarmánuður ársins á Íslandi, eins og við ljónin þreytumst aldrei á að segja.”

Lesa frétt ›
Þeir eiga afmæli sama dag, vatnskóngurinn Jón Ólafsson (64) og meistarakokkurinn Siggi Hall (65). Þeir elska Rolling Stones.

Lesa frétt ›
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlakóngur er afmælisbarn dagsins (44). Hann velur My Way með Frank Sinatra og segir:

“Maðurinn með silkiröddina syngur eitt besta lag allra tíma.”

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  2. STEYPTI FYRIR ÚTSÝNIÐ: Fréttaritari á Nesinu: --- Það er maður a Nesinu sem kaupir sér eina bestu byggingarlóðina á sun...
  3. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...
  4. SÁTT UM UNNI BRÁ Í VALHÖLL: Úr stigaganginum í Valhöll: --- Innan Sjálfstæðisflokksins er nú unnið að því að fá Unni Brá Kon...
  5. STEFÁN EINAR NÆSTA STJARNA HÁDEGISMÓA: Enn á ný eru byrjaður getgátur um að Davíð Oddsson hætti senn á Morgunblaðinu. Ljóst er a...

SAGT ER...

-

...að þetta sé vel heppnuð forsíða á tímariti


Ummæli ›

-

...að þessi jeppi sé merktur Samfylkingunni (SF) og Davíð Oddssyni í fyrsta sætið (DO1). Borgarstjórnarkosningar nálgast.


Ummæli ›

-

...að Runólfur Oddsson konsúll Slóvakíu á Íslandi (bróðir Davíðs) standi fyrir inntökuprófum í tannlækningum og læknisfræði í Palacky University í Olomuc Tékklandi mánudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Ummæli ›

---

...að þessi maður hafi grillað svínabóg austur á Héraði í gærkvöldi og tókst vel enda svínið eina dýrið hér á landi sem svitnar inn á við og snarkar því vel yfir glóandi kolunum.
Ummæli ›

Meira...