Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Íslensku jólasveinarnir eru komnir með eiginkonur sem fylgja þeim til byggða á aðventunni. Þökk sé Ármanni Reynissyni sem greinir frá þessu í 17. vinjettubók sinni sem er að koma út.

“Ég kvænti þá og nú eru þeir hver fyrir sig með sína konu sem gegnir hlutverki í lífi þeirra og allra landsmanna um leið,” segir Ármann sem nýkominn er úr pílagrímsferð til Rómar á Ítalíu:

“Í 30 ár hef ég verið á leið til Rómar en ekki komist fyrr en nú. Og þvílík dásemd,” segir Ármann sem að lokinni Rómardvöl færði sig um set á Sorrento-ströndina þar sem hann ætlaði að slappa af. En það var nú eitthvað annað:

“Ég var ekki fyrr kominn þangað en ég rakst inn á flottasta veitingahús sem ég hef séð, Don Alfonso, sem rekið hefur verið af sömu fjölskyldunni síðan á nítjándu öld. Þar var mér tekið með kostum og kynjum og eigendurnir buðu mér í áttréttaðan hádegisverð með völdumvínum sem tók fjórar klukkustundir. Aldrei hef ég fengið betri mat og verið tekið svona vel eins og af Don Alfonso-fjölskyldunni.”

- Hvernig fórstu að því að sjarmera liðið svona?

“Ég var svo vel til fara. Í 30 ára silkijakkafötum í Great Gatsby-stíl, með bláan klút um háls og þverslaufu í stíl.  Það er tekið eftir mér þar sem ég fer.”

Hér má sjá myndband um Don Alfonso:

En þar með var ævintýrinu ekki lokið:

“Þegar ég var svo á leið heim með flugvél frá Napóli varð uppi fótur og fit í vélinni rétt fyrir flugtak. Flugstjórinn óð um og fyrr en varði stormuðu lögreglumenn inn og handtóku mann sem talinn var hættulegur býst ég við. Fyrir bragðið missti ég af tengifluginu mínu heim frá Gatwick og þurfti að dvelja aukadag í London sem er mín borg eftir að ég bjó þar á námsárunum. Þar var ég svo heppin um kvöldið að fá miða á óperuna fyrir hreina tilviljun og sá Svanavatnið,” segir Árman Reynisson sem telur þetta ferðalag vera eitt það besta sem hann hafi farið í og eru þau þó orðin mörg.

“Þetta var eins og ég væri leiddur áfram af guðlegri forsjá í þrjár vikur. Alveg dásamlegt.”

Lesa frétt ›
Krafatajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, þekktur sem Fjallið og víðfrægur kvikmyndaleikari og kvennaljómi, hefur auglýst ferðatösku til sölu; vandaða flugfreyjutösku.

Uppsett verð Fjallsins er 2.950 dollarar sem gerir um 316 þúsund krónur.

Lesa frétt ›
Rosita YuFan Zhang veitingakona á Shanghai á Akureyri hyggst opna útibú í Pósthússtræti 13 við Austurvöll þar sem veitingastaðurinn Osushi hefur verið um árabil.

Rosita hefur átt húsnæðið í nokkur ár eftir að hún keypti það af fasteignamógúlunum Kristjáni Knútssyni og Leó Löve; rúmlega 200 fermetra á 110 milljónir.

Nú vill Rosita ekki framlengja leigusamninginn við Osushi þannig að eigendur hans verða að flytja um áramót og hafa tekið stefnuna á nýbygginguna í Tryggvagötu 13 sem verið er að fullklára við hliðina á Borgarbókasafninu í Grófinni.

Sem kunnugt er af fréttum hyggur Rosita á málaferli gegn Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings þess af starfsmannamálum á Shanghai á Akureyri - sjá hér.

Lesa frétt ›
Þorgeir Jóhannsson situr á gulli og býður til sölu óopnað eldspýtnabúnt frá Heklu.

“Þær voru framleiddar í Tékkóslóvakíu fyrir Tóbakseinkasölu ríkisins á árunum 1955-1965. Ófánlegur forngripur. Verð aðeins 10 þúsund,” segir hann.

Lesa frétt ›
Þessi frétt birtist hér fyrir nákvæmlega fimm árum, 2012, og heldur gildi sínu – myndband fylgir:

Valdimar Tómasson ljóðskáld og bóksali vill hafa konur feitar.

Valdimar verður í sjónvarpsviðtali um kosti feitra kvenna sem frumsýnt verður hér á síðunni í hádeginu á morgun.

Hér sést Valdimar með kærustu sinni, hinni frönsku Marie Lisa, sem hann kynntist á tjaldstæðinu í Vík í Mýrdal en hún er að öllu jöfnu búsett á frönsku Rívíerunni.

Missið ekki af viðtalinu við Valdimar um feitar konur og grannar á eirikurjonsson.is!

Lesa frétt ›
Borist hefur póstur:

Nú styttist í það að tæknilegur framkvæmdastjóri verði ráðinn hjá KSÍ. Mörg nöfn munu hafa heyrst en það nafn sem heyrist mest er nafn Ásgeirs Sigurvinssonar fyrrum atvinnumanns og landsliðsþjálfara og þjálfara. Ásgeir mun vera sá maður sem að Guðni Bergsson mun vilja í starfið. Ásgeir er öllum hnútum kunnugur í knattspyrnunni og er með góð sambönd erlendis.

Lesa frétt ›
Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018.

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin sunnudaginn 4. mars í Dolby Teather í Hollywood þar sem Jimmy Kimmel verður kynnir líkt og síðast og allt verður þetta sýnt í beinni sjónvarpsútsendingu í 225 löndum.

Sjá dóm hér!

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) kusu í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti 20. september, á milli fjögurra mynda sem voru:

Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar

Undir Trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar

Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar

A Reykjavik Porno í leikstjórn Graeme Maley

Lesa frétt ›
“Ég er almennt ekki mjög áhyggjufullur af heilsunni og hef sem betur fer verið heilsugóður alla tíð. Þó hef ég í mörg ár verið með of háan blóðþrýsting, sem ég hef haldið niðri með daglegum pillum og kenni mér einskis meins,” segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og heldur svo áfram:

“Nú eru birgðirnar á þrotum og ég skrapp til læknis í dag til þess að fá nýja uppáskrift. Læknirinn tók því vel, en byrjaði auðvitað á því að mæla blóðþrýstinginn. Hann smellir á mig græjunum, mælir eftir kúnstarinnar reglum og horfir svo á mig og hristir höfuðið. „100 yfir 65″, segir hann.

“Af því að ég hef oft farið í svona mælingu áður veit ég að þetta eru efri og neðri mörk á einhverju, en ég er vanari tölum eins og 145 yfir 90.”

„Það er augljóst að þú ert með allt of lágan blóðþrýsting,“ segir læknirinn

“Þetta hef ég aldrei heyrt áður,” segir fjármálaráðherra en veit hvers vegna:

„Það er auðskilið. Nú er maður kominn í svo rólegt umhverfi.“

Lesa frétt ›
Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára Guðjohnsen, telur líklegast og næsta víst að Páll Magnússon verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Dagar Bjarna Benediktssonar í því embætti séu taldir og Páll sem formaður yrði farsælasta lausnin.

Þetta kom fram í þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi þar sem Eggert fór yfir þjóðmálastöðuna með Gunnari Smára Egilssyni og Sigmundi Erni Rúnarssyni.

Hér má sjá brot úr þættinum.

Lesa frétt ›
Pétur Marteinsson knattspyrnukappi og veitingamaður var ekki fyrr búinn að yfirgefa Melabúðina með fallegri eiginkonu og snotrum hundi en einkabílstjóri Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra renndi BMW X-5 jeppa upp að gangstéttinni og út sté ráðherrann sjálfur til að kaupa inn í kvöldmatinn á meðan dægurdrottningin Tobba Marinós skolaði af sér vinnuryki dagsins í kvennaklefa Vesturbæjarlaugarinnar handan hornsins – síðdegis á þriðjudegi.

Lesa frétt ›
“Ég ætla að kjósa þennan í stríbótta bolnum. Líst vel á hann,” sagði maður í heita pottinum og fjórar konur tóku undir:

“Já, hann er öðruvísi klæddur og talar öðruvísi,” sögðu þær en enginn vissi hvað maðurinn hét.

Þetta er Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnr sem um er rætt og vakið hefur athygli fyrir að klæðast strípóttum bol undir jakka sem í raun er hluti af matrósafötum sem gamlir kjósendur geyma í langminninu og er nú ein vinsælasta varan í H&M.

Það voru ekki bara Íslendingar og Danir sem klæddust matrósafötum á síðustu öld, bandaríski sjóherinn notaði þetta svo og Andrés Önd og Skipper Skræk þegar þeir puntuðu sig.

Miðað við upplausn í stjórnmálum og ráðþrota almenning gæti svo farið að Logi Már Einarsson yrði sigurvegari væntanlegra kosninga út af tengslum sín við fortíðina í klæðaburði.

 

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að Brynjar Níelsson eigi líklega við að þetta gildi um annan hvern lífeyrisþega sem hafði innherjaupplýsingar fyrir hrun.
Ummæli ›

...að Aron Vignir frá Hvammstanga sé að selja Bláan Ópal á Netinu á 10 þúsund krónur pakkann.
Ummæli ›

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. NÝJASTA MÓDELIÐ (14): Úr tískudeildinni: --- Þessi stúlka heitir Urður Vala og er úr Hafnarfirði og virðist vera að slá ...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

Meira...