Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

“Það er margt sem verður óhamingju fjölmiðla að vopni,” segir Ari Edwald sem um árabil stýrði fjölmiðlaveldi 365 miðla en er nú forstjóri Mjólkursamsölunnar.

“Samkeppniseftirlitið lætur ekki bara átölulaust að RÚV niðurgreiði sína samkeppnisstarfsemi á auglýsingamarkaði með skattfé. Samkeppniseftirlitið leyfir ekki samstarf fjölmiðla til að lækka kostnað, með sama hætti og tíðkast í öðrum löndum, t.d. varðandi prentun og dreifingu prentmiðla, og síðast en ekki síst hefur Samkeppniseftirlitið ekki heyrt af internetinu, fyrr en þá alveg nýlega.

Þannig máttu Stöð 2 og Skjár 1 ekkert vinna saman, enda ekki á sama markaði og RÚV að mati Samkeppniseftirlitsins, sem hafði aldrei heyrt af Netflix eða Sky.

Svona hefur Samkeppniseftirlitið unnið markvisst, eða af mikilli fáfræði, að því að koma í veg fyrir að íslenskt sjónvarp geti lifað. Nema það sem er á vegum skattgreiðenda.”

Lesa frétt ›
Sigurður G. Tómasson, fyrrum dagskrárstjóri Rásar 2, skrifar um hæfnismat og dómnefndir að gefnu tilefni - sjá hér.

Fyrir svo sem fjórðungi aldar var ég dagskrárstjóri rásar 2. Þá var venja að atkvæði væru greidd í útvarpsráði um hverja skyldi ráða í störf fréttamanna.

Svo var ekki um dagskrárgerðarmenn á rás 2. Svo var því breytt og ákveðið að svo skyldi einnig vera um þá.

Stuttu eftir þetta var auglýst eftir dagskrárgerðarfólki. Við höfðum sama hátt á og verið hafði. Lögðum lítið próf fyrir umsækjendur, skriflegt og létum svo viðkomandi taka eitt viðtal, sem tekið var upp.

Við eyddum svo nokkrum dögum í að fara yfir og meta. Komu fleiri en einn að því mati.

Þegar málið kom fyrir útvarpsráð til ákvörðunar kom ég á fund ráðsins, hafði með mér prófin, matið og prufuviðtölin. Ekki kom til þess að ég þyrfti að spila neitt eða sýna. Í útvarpsráði sat fólk svo forvitri að það þurfti ekki að hlusta neitt eða lesa og greiddi því atkvæði þegar í stað.

Við hefðum því getað sparað okkur þessa óþörfu vinnu.

Lesa frétt ›
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna mun ekki hafa verið fráhverf því að samþykkja breyttan lista dómsmálaráðherra yfir þá hæfustu til að taka sæti í Landsdómi þegar Svandís Svavarsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra Vinstri grænna, lagðist á hann með svo miklum þunga og mótmælum að Katrín lét undan.

Ekki kæmi á óvart að ástæðan sé sú að fyrrum eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson lögfræðingur - sjá hér - var strikaður út af listanum og Svandís standi með fyrrverandi eiginmanni sínum og barnsföður.

Heyrst hefur að atgangurinn hafi verið þvílíkur að sumum hafi orðið um og ó og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur sjálfri.

Lesa frétt ›
Úr samgöngudeildinni:

Nærri 900 þriggja mánaðakortum var stolið á skrifstofu Strætó fyrir um mánuði og hafa bílstjórar og starfsmenn Strætó verið að reyna að gera þau upptæk þar sem að Strætó brást við þessu og framleiddi nýja tegund af þriggja mánaða kortum.

Þrír starfsmenn Strætó á skrifstofu hafa aðgang að skáp þar sem kortin voru geymd en starfsmenn Strætó hafa verið iðnir við að taka bæði gild kort og ógild kort í vögnunum.

Lesa frétt ›
Café Retro á Granda lokar 1. ágúst þar sem húsaleigusamningi hefur verið sagt upp en nýr eigandi ætlar að opna þarna lúxusveitingastað með palli út í sjó, eitthvað sem núverandi veitingamaður fékk aldrei að gera.

Retro er einstakur staður, veitingar heimalagaðar og þarna er hægt að fá plokkfis á 1.900 krónur sem kostar 4.230 krónur á Bautanum á Akureyri - sjá hér.

Þá er Retro með sérinnflutt kaffi frá Ítalíu, Bonomi heitir það, og margir af helstu kaffifíklum borgarinnar eru áskrifendur að (Jónas R Jónsson, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson ofl.). Vertinn keyrir út baunirnar og malar fyrir á sem vilja.

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi átti bygginguna þar sem Retro hefur verið í fjögur ár en seldi til fjárfestis sem ætlar sjálfur að gerast veitingamaður – en það verður ekkert Retro.

Lesa frétt ›
Eftir að Umhverfisstofnun fann það loks út að allt væri úttroðið í drulli og svaði við Skógafoss keyptu þau snæri og sleggju. Mikið afrek, allir hlýða. Kostaði smáaura.

Þetta var gert við Kerið fyrir fjórum árum, skoðið árangurinn:

Lesa frétt ›
Myndskeyti úr Borgarfirði:

Linda Pétursdóttir er blond with a brain.
Hún fékk 10 í munnlegu heimspekiprófi í Háskólanum á Bifröst.
Og svona brosir háskólastúdína sem fær 10 í einkunn.

Lesa frétt ›
Úr kúltúrdeildinni:

Stórleikkonan Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir snýr aftur í Þjóðleikhúsið í uppsetningu Stefáns Baldurssonar á leikritinu Doubt eða Efi eftir John Patrick Shanley.

Verkið verður sett upp í Kassanum en leikritið þykir fyrnagott og vann hin virtu Pulitzer verðlaun árið 2005.

Það fjallar um átök Aloysiusar abbadísar og prestsins Flynn sem grunaður er um að hafa misnotað ungan dreng í klausturskólanum. Leikritið var kvikmyndað í Hollywood og fetar Steinunn Ólína í fótspor sjálfrar Meryl Streep sem lék aðalhlutverkið á móti Philip Seymor Hoffman heitnum en þau voru bæði tilnefnd til Óskarsins fyrir leik sinn.

Efi verður ágeng, miskunarlaus og kraftmikil sýning sem varpar upp spurningunni um sekt og sakleysi.

Lesa frétt ›
Úr viðskiptadeildinni:

Costco hefur selt fyrir 100 til 150 milljónir á dag frá opnun. Engin opnnun hefur tekist eins vel, hvergi í heiminum. Viðskiptavinur sagði skipulag og þjónustu góða en merkilegast væri hvað Íslendingar væru orðnir kurteisir og kátir.

Lesa frétt ›
Fékk bréf sent á æskuheimili mitt þar sem ég hef ekki haft búsetu um áratugaskeið. Það var frá danska lífeyrissjóðnum ATP þar sem mér var tilkynnt að ég ætti inni lífeyri úr æsku frá þeim tíma sem ég bjó og starfaði í Kaupmannahöfn í byrjun níunda áratugar síðustu aldar:

“Pa grund af penisionens störrelse bliver din pension udbetalt som et engangsbelöb, efter at vi har trukket 40 pct. í afgift til staten. Dit engangsbelöb udgör 3.841,05 kr. för afgift.”

Sem sagt eingreiðsla úr dönskum lífeyrissjóði. Líklega um 70 þúsund krónur sem ég vissi ekki ég ætti.

Þetta hlýtur að vera frá þeim tíma þegar ég skúraði í nokkrar vikur í danska fjárlagaráðuneytinu í Kaupmannahöfn. Mætti klukkan fimm á morgnana þegar aðrir sváfu og átti að skúra til klukkan átta. Var yfirleitt búinn klukkan sex og þá settist ég inn á skrifstofu ráðuneytisstjórans sem var fullur af bjór, opnaði einn og hlustaði á danska morgunútvarpið með fætur upp á borði þar til vinnutíma lauk. Þarna heyrði ég fyrstu fréttir af morðinu á John Lennon og brá svo mjög að ég opnaði annan. Svo var ég að sjálfsögðu rekinn enda kunni ég ekki að skúra.

Þá fór ég að skúra í Danska blóðbankanum(Serum Institut) á Amager. Líka frá fimm til átta en samt síðdegis. Fékk tvöfalt kaup fyrir að taka að mér kjallarann sem var affall fyrir blóð á efri hæðum og þar óð ég um í í blóði í stígvélum tveimur vikum áður en fyrstu fréttir bárust um heimsbyggðina um blóðsmit og AIDS – og ég hanskalaus.

Þarna hafði ég sama hátt á og í fjárlagaráðuneytinu. Kláraði verkið á klukkutíma og smyglaði mér svo út um neyðardyr í vegg og út á næstu krá þar sem ég sat í dýrlegum fagnaði þar til korteri fyrir vinnulok. Þá var ég aftur mættur eins og ekkert hefði í skorist. Svo var ég að sjálfsögðu rekinn enda kunni ég ekki að skúra.

Í framhaldinu var ég ráðinn fréttaritari Ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn og sinnti því svo vel að sérstakt embætti var stofnað um starfsemina eftir að ég flutti heim. Og síðan hef ég ekki skúrað.

Hið merkilega í sögunni er að danski lífeyrissjóðurinn hefur fyrir því að tilkynna mér um peninga sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti. Þetta hefði íslenskur lífeyrissjóður aldrei gert. Hann hefði notað peninginn í eitthvað annað – og öruggleg tapað honum.

Lesa frétt ›
Starf Umboðsmanns barna, embætti sem forsætisráðherra veitir, var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkru síðan en umsóknarfrestur er nú liðinn.

Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir sóttu um en sagt er að auglýsingin hafi verið orðuð þannig að ekki verði endilega skipaður lögfræðingur í starfið, enda ekki skilyrði, heldur einhver þjóðþekkt persóna sem vantar vinnu núna.

Þá vakti mikla athygli og pirring að ekki skyldi þess getið hverjir sóttu um forstjórastarfið í Hörpu fyrir skemmstu.

Mikið vantar upp á gegnsæi í stjórnsýslunni nú sem fyrr.

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að þegar krakkarnir eru orðnir vegan, gay eða jafnvel múslimar geti fjölskylduboðin orðið flókin.
Ummæli ›

...að ferðamenn séu í auknum mæli að uppgötva veitingastaðinn í IKEA þar sem hægt er að fá málsverð á 10 evrur.
Ummæli ›

...að vegna óhjákvæmilegra framkvæmda við húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi verður hraðbanka í anddyri hússins lokað 27. júní.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SULLENBERGER Í COSTCO: Póstur frá neytanda: --- Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, var í Costco að gera stórin...
  2. RÚTUKÓNGURINN LÍKA FORMAÐUR STARFSMANNAFÉLAGSINS: Úr umferðarmiðstöðinni: --- Sjálfsagt eru til fáar (ef nokkrar) atvinnugreinar þar sem einn og s...
  3. BÆJARINS BESTU LOKA Í KRINGLUNNI: Bæjarins bestu hafa lokað útsölustað sínum á Stjörnutorgi í Kringlunni og ástæðann einföld: Eiginkon...
  4. SUMARHÖLL EGILS HELGASONAR: Þetta er sumardvalarstaður sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar um þessar mundir, á grískri eyju þ...
  5. HATURSORÐRÆÐA Í BÍLNÚMERI: Hatursorðræðan kemur víða fram eins og sjá má á þessu bílnúmeri hvort sem það er tilviljun eða ekki....

SAGT ER...

...að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sé mikið fyrir að endurnýta hluti og nú hefur hún fundið stóla fyrir kaffistofuna sem gerðir eru úr grænum öskutunnum. Mjög smart.
Ummæli ›

...(Björgúlfur Egilsson bassaleikari).
Ummæli ›

...að tryggingafélagið VÍS taki ekki lengur við reiðufé, bara kortum.
Ummæli ›

...að umræðan um hárlitun forsætisráðherra sé að gera hann gráhærðan.
Ummæli ›

Meira...