Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Frá fréttaritara í Hafnarfirði:

Ég vildi að ég hafði haft með mér myndavéll/síma á föstudagsmorguninn þegar ég kom við í Sorpu í Hafnarfirði.

Hvar annarsstaðar í heiminum en á Íslandi er forsætisráðherra að henda rusli úr garðinum sínum og bílskúrnum, einn og pollrólegur?

Engir verðir og ekkert stress.

Bjarni var nett slakur og spjallaði við fólk á milli þess sem hann skutlaði dóti í hina ýmsu gáma.

Gaman að þessu.

Lesa frétt ›
Lesendabréf

Að öðrum ólöstuðum er Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi harðasti talsmaður þess að reiðhjólavæða Reykjavíkurborg. Blautur draumur hans virðist eitthvað á borð við þetta fjölbýlishús í Svíþjóð, þar sem reiðhjól íbúa standa í löngum röðum og ekki einum einasta bíl er lagt fyrir framan.

Flestir Reykvíkingar fagna áhuga Hjálmars og félaga hans í meirihluta borgarstjórnar á að auka veg reiðhjólsins með uppbyggingu hjólastíga og öðrum endurbótum í þágu hjólafólks. En öllu færri átta sig á því hvers vegna þessum sama meirihluta er svona mikið í nöp við þá sem ferðast með bílum. Þar er jú meirihluti íbúa borgarinnar á ferð, ekki síst að vetrarlagi eða í sumarlegri slagveðursrigningu.

Hjálmar og félagar virðast helst ekkert vilja gera til að tryggja gott umferðarflæði eða bæta ástand gatnakerfisins í borginni. Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland eru fyrirheitnu löndin, þar sem auðvelt er að hjóla vegna veðurfarsins og landslagsins, eða taka strætó sem gengur á 10 mínútna fresti en ekki hálftíma fresti eins og víðast hvar í Reykjavík. Í þessum draumalöndum er mun auðveldara að komast af án einkabílsins en á Íslandi, en frekar berja borgarfulltrúarnir höfðinu við reiðhjólabjölluna en hlusta á “úrtöluraddir” þeirra sem “aðhyllast einkabílismann.”

Blind trú og blautir draumar hafa sjaldnast fært mannfólkinu mikla lukku.

 

Lesa frétt ›
Sundlaug Vesturbæjar hreinlega sprakk í síðustu viku vegna aðsóknar og munaði þar ekki minnst um mörg hundruð skáta sem eru hér á Stóra skátamótinu. Og svo innfæddir líka.

Nánast var ófært inn í kvennaklefa vegna skótaus (sjá mynd), hrein heppni að fá skáp og nánast ómögulegt að fá sturtu.

Uppselt var í fjölskyldupottinn vinsæla og stóðu gestir þar líkt og í kokteilpartíi eða síld í tunnu.

Lesa frétt ›
Annar frá Selfossi, hinn úr Mosó en þeir gætu verið bræður. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnumaður, nú í Ísrael, og Jökull Júlíusson í Kaleo bræða kvenmannshjörtu með augunum einum svo ekki sé minnst á allt hitt.

Viðar Örn var keyptur til knattspyrnuliðsins Maccabi í Tel Aviv fyrir metfé þar í landi, 3,5 milljónir evra, og er fyrir bragðið oft kallaður “Dýrasti Selfyssingurinn”.

Jökull í Kalaeo er þegar orðinn alheimsstjarna, gangandi kyntákn heillar kynslóðar, og skiptir þá ekki máli hvort er í Ameríku eða Evrópu – og þá ekki síst í Belgíu - eins og hér má sjá.

Lesa frétt ›
Heimili Erlu Hlynsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata, fylltist nýlega af krúttlegum kettlingum sem eru nú óðum að hverfa til nýrra heimkynna.

Lovísa, dóttir Erlu, valdi einu krúttinu nafnið Smári í höfuðið á hinum geþekka þingmanni Pírata Smára McCarthy. Strax í kjölfarið kom upp sú sjálfsagða hugmynd að Smári tæki Smára að sér en þingmaðurinn varð að afþakka með Trega þar sem hann þjáist af svæsnu kattaofnæmi.

Lesa frétt ›
Hundur beit barn á Bræðraborgarstíg og móðirin er að vonum slegin. Um er að ræða barn Þóru Sigurðardóttur og eiginmanns hennar, meistarakokksins Völla Snæ.

Þóra greinir þannig frá atburðinum:

“Sonur minn var bitinn í andlitið af hundi á leikvellinum á Bræðraborgarstíg fyrr í dag. Mig langar að gefnu tilefni að hvetja hundaeigendur til að taka ábyrgð og setja sig í samband við foreldra þegar eitthvað svona gerist. Það er ekki í lagi að setja þá ábyrgð yfir á níu ára barn. Viðkomandi huggaði son minn en sá ekki ástæðu til að setja sig í samband við foreldra hans. Viðkomandi var kvenkyns með barn og hundurinn var stór svartur og hvítur. Sennilega á stærð við Border Collie. Sonur minn spurði hvort hann mætti klappa og fékk já. Myndi gjarnan vilja heyra frá viðkomandi.”

Ekki er vitað hvort hundaeigandinn sé búinn að setja sig í samband við Þóru og Völla vegna þessa.

Lesa frétt ›
Fréttir geta skipt máli og fært til lags það sem úrskeiðis hefur farið.

Hér eru tvö nýleg dæmi:

Frétt 1: Illa hirt Óðinstorgið við bæjardyr borgarstjóra er nú orðið sem nýtt, gróður verið snyrtur og allt eins og á að vera.

Frétt 2: Ruslið í tjörn við Leifsstöð þar sem Egg Magnúsar Tómassonar trónir hefur verið hreinsað upp og er nú til fyrirmyndar.

Lesa frétt ›
Trúbadorinn Siggi Björns gerir það gott á eyjunni Bornholm undan ströndum Svíþjóðar sem reyndar heyrir undir Danmörku.

Þar kemur hann fram í reykhúsinu Bakka við góðar undirtektur öll miðvikudags -föstudags – og laugardagskvöld fram á haust klukkan 20:00 við stormandi undirtektir til þessa.

Lesa frétt ›
Geir Á. Andersen, faðir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, hefur gefið út bók þar sem hvatt er til líkamsræktar á öllu sviðum – alltaf. Textinn er í söguformi enda höfundurinn ágætur sögumaður.

Geir Á. Andersen starfaði lengi hjá Flugleiðum sem nokkurs konar siðameistari í þjálfun flugfreyja, kokteilgerð barþjóna á Hótel Loftleiðum sem þá hét og hótelvinnu alls konar enda menntaður í fræðunum í Ecole hôtelière de Lausanne í Sviss.

Hægt er að nálgast bók Geirs í anddyri Vesturbæjarlaugarinnar, þar sem hann hefur verið fastagestur lengi, og víðar.

Lesa frétt ›
Íþróttafréttaritarinn Edda Sif Pálsdóttir brillerar í fréttaflutningi fyrir Ríkissjónvarpið frá EM kvenna í fótbolta í Hollandi. Alltaf á tánum og með allt á hreinu.

Hún á afmæli, 29 ára, og fær hlýjar kveðjur frá pabba sínum, Páli Magnússyni fyrrum útvarpsstjóra og nú alþingismanni:

“Það væri sjálfsagt hægt að hugsa sér auðveldara hlutskipti í lífinu en að eiga Eddu Sif sem dóttur; en ekki mikið skemmtilegra. Til hamingju með afmælið, elsku Edda Sif.”

Lesa frétt ›
Í útvarpsmessu á sunnudaginn, beint frá Hólum í Hjaltadal, kom fram að listakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal kæmu til með að fremja gjörning á Hólahátíð um miðjan ágúst í tilefni af 500 ára afmæli síðbótarinnar og lúterskunnar með vísan í þann upphafsatburð þegar Marteinn Lúter hengdi upp mótmæli sín á hurð hallakirkjunnar í Wittenberg.

Listakonurnar ætla að gera það sama: Koma fyrir hurð á Hólum þar sem gestir og gangandi geta fest upp athugasemdir sína líkt og Marteinn Lúter forðum.

Tilvalið tækifæri til að mótmæla.

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  2. STEYPTI FYRIR ÚTSÝNIÐ: Fréttaritari á Nesinu: --- Það er maður a Nesinu sem kaupir sér eina bestu byggingarlóðina á sun...
  3. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...
  4. SÁTT UM UNNI BRÁ Í VALHÖLL: Úr stigaganginum í Valhöll: --- Innan Sjálfstæðisflokksins er nú unnið að því að fá Unni Brá Kon...
  5. STEFÁN EINAR NÆSTA STJARNA HÁDEGISMÓA: Enn á ný eru byrjaður getgátur um að Davíð Oddsson hætti senn á Morgunblaðinu. Ljóst er a...

SAGT ER...

-

...að þetta sé vel heppnuð forsíða á tímariti


Ummæli ›

-

...að þessi jeppi sé merktur Samfylkingunni (SF) og Davíð Oddssyni í fyrsta sætið (DO1). Borgarstjórnarkosningar nálgast.


Ummæli ›

-

...að Runólfur Oddsson konsúll Slóvakíu á Íslandi (bróðir Davíðs) standi fyrir inntökuprófum í tannlækningum og læknisfræði í Palacky University í Olomuc Tékklandi mánudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Ummæli ›

---

...að þessi maður hafi grillað svínabóg austur á Héraði í gærkvöldi og tókst vel enda svínið eina dýrið hér á landi sem svitnar inn á við og snarkar því vel yfir glóandi kolunum.
Ummæli ›

Meira...