Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Frá hinu opinbera:

Starfsmaður var nýlega látinn fara frá Strætó.  Vagn bilaði hjá starfsmanninum  og tók hann mynd af  því þegar verið var að draga vagninn og viðhafði ummæli sem hann setti á Facebook.

Ummælin fóru fyrir brjóstið á yfirmönnunum en þau voru svona:

„Einn dráttur á dag kemur skapinu í lag.“

Tekið skal fram að starfsmaður þessi er farinn að keyra hjá öðru rútufyrirtæki

Lesa frétt ›
Heyrst hefur að í farvatninu sé mögulegt nýtt þverpólitískt framboð í borgarpólitíkinni. Margir eru orðnir langþreyttir á lóðaskorti meirihlutans og baráttu gegn einkabílnum, en minnihluti Sjálfstæðisflokks og framsóknar og flugvallarvina hefur ekki náð vopnum sínum.

Hugmyndin er að stofna breiðfylkingu um nokkur einföld atriði sem stór hluti borgarbúa getur sameinast um, ekki síst þeir sem búa austarlega í borgarlandinu og finnst lítið hafa verið hlustað á sig.

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, vakti mikla athygli á dögunum er hann ræddi skipulagsmál og lóðaskort í borginni í Silfri Egils við Heiðu Kristínu Helgadóttur, einn helsta hugmyndafræðing meirihlutans. Er jafnvel talið að að hann hyggi á framboð. Ekki dregur úr samsæriskenningum, að hann gefur í skyn á facebook-síðu Óskars Bergssonar, fv. borgarfulltrúa, í dag að þeir ættu kannski að sprengja upp borgarpólitíkina. „Ekki spurning!“ svarar Óskar.

Björn Ingi sagði óvænt af sér sem borgarfulltrúi í kjölfar innanflokksdeilna í Framsóknarflokknum. Hann var formaður borgarráðs þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri og einnig þegar Dagur B. Eggertsson varð fyrst borgarstjóri í hundrað daga. Sá meirihluti féll þegar sjálfstæðismenn sóttu Ólaf F. Magnússon úr veikindafríi og gerðu öllum að óvörum að borgarstjóra.

Sama dag og Ólafur tók við sem borgarstjóri reyndu sjálfstæðismenn mikið að fá Björn Inga til að hætta við að segja af sér, en honum varð ekki haggað.

Eitt er það mál sem Björn Ingi barðist fyrir í borgarpólitíkinni og heldur nafni hans á lofti, en það er frístundakortið sem tugþúsundir barna og unglinga hafa nýtt sér á undanförnum árum.

Lesa frétt ›
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta á von á tvíburum með eiginkonu sinni, Karen Einarsdóttur.

Stóra systir bíður spennt eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd:

“Þessi litla prinsessa ætlar að verða besta stóra systir í heimi og er dugleg að tala við tvíburana sem að mamman er að geyma í bumbunni,” segir hann.

Lesa frétt ›
Þau geisla af ánægju, Laufey Birkisdóttir snyrtifræðingur og gítarleikarinn Friðrik Karlsson.

Laufey er einn þekktasti snyrtifræðingur landsins, rekur eigin stofu, Leila Boutique á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi, og um gítarsnilli Friðriks Karlssonar þarf ekki að hafa mörg orð, hann hefur spilað með mörgum helstu tónlistarstjörnum heimsins svo ekki sé minnst á Mezzoforte.

Svo skemmtileg vill til að Friðrik, sem lengi hefur verið búsettur íLondon, býr einmitt á Eiðistorgi þar sem snyrtistofa Laufeyjar er .þannig að það er stutt að fara þegar ástin kallar.

Lesa frétt ›
“Það var kominn tími til að hrista upp í þessum markaði. Ég held að Costco sé að gera það sama og Bónus gerði á sínum tíma,” segir Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar í Bónus, sem er byrjuð að vinna í Costco.

Guðrún er vön manneskja í þessum bransa eins og gefur að skilja og kann til verka:

“Ég vinn hér á skrifstofunni en geng í öll verk, Nú síðast var ég að taka upp úr kössum. Þetta er alveg dásamleg verslun og hrein upplifun að koma hingað inn enda sýna móttökurnar að fólk kann að meta þetta.”

Guðrún og Jóhannes í Bónus voru saman í áratug og giftu sig á afmælisdegi Jóhannesar 2010 – sjá frétt hér –  en Jóhannes barðist þá við krabbamein sem varð honum að aldurtila síðar.

Lesa frétt ›
“Þetta var alveg frábært. Næsti bær við himnaríki,” segir Jónas Kristjánson ritstjóri, frumkvöðull í umfjöllunum um neytendamál í íslenskum fjölmiðlum, en hann fór í Costco í morgun.

“Þarna voru alls konar ber og ekkert skemmt. Tómatar sem bragð var af og og epli sem lyktuðu. Það var eins og maður væri kominn aftur til 1950 þegar epli voru aðeins flutt til landsins fyrir jól og lyktuðu svo vel. Ég át eitt strax og ég kom heim og það var eplabragð af því. Íslendingar hafa allt of lengi þurft að borða bragðlaus epli.”

Jónas beið í tíu mínútur í biðröð til að fá Costco-kortið sitt en eftirleikurinn var auðveldur. Skemmtilegt flæði í gegnum verslun

“Þetta eru allt önnur verð. Alveg dásamlegt,” segir neytendafrömuðurinn Jónas Kristjánsson.ina þar sem allir vöruflokkar vöktu ánægju. Og bensíndælurnar átta þar sem biðraðir bílanna minntu á biðröðina fyrir utan Glaumbæ hér áður fyrr og meira að segja hjólbarðaverkstæði þar sem hægt er að fá Michelin dekk fyrir 12 þúsund krónur stykkið og þá er umfelgun innifalin sem hingað til hefur kostað sjö þúsund.

Lesa frétt ›
“Það er margt sem verður óhamingju fjölmiðla að vopni,” segir Ari Edwald sem um árabil stýrði fjölmiðlaveldi 365 miðla en er nú forstjóri Mjólkursamsölunnar.

“Samkeppniseftirlitið lætur ekki bara átölulaust að RÚV niðurgreiði sína samkeppnisstarfsemi á auglýsingamarkaði með skattfé. Samkeppniseftirlitið leyfir ekki samstarf fjölmiðla til að lækka kostnað, með sama hætti og tíðkast í öðrum löndum, t.d. varðandi prentun og dreifingu prentmiðla, og síðast en ekki síst hefur Samkeppniseftirlitið ekki heyrt af internetinu, fyrr en þá alveg nýlega.

Þannig máttu Stöð 2 og Skjár 1 ekkert vinna saman, enda ekki á sama markaði og RÚV að mati Samkeppniseftirlitsins, sem hafði aldrei heyrt af Netflix eða Sky.

Svona hefur Samkeppniseftirlitið unnið markvisst, eða af mikilli fáfræði, að því að koma í veg fyrir að íslenskt sjónvarp geti lifað. Nema það sem er á vegum skattgreiðenda.”

Lesa frétt ›
Sigurður G. Tómasson, fyrrum dagskrárstjóri Rásar 2, skrifar um hæfnismat og dómnefndir að gefnu tilefni - sjá hér.

Fyrir svo sem fjórðungi aldar var ég dagskrárstjóri rásar 2. Þá var venja að atkvæði væru greidd í útvarpsráði um hverja skyldi ráða í störf fréttamanna.

Svo var ekki um dagskrárgerðarmenn á rás 2. Svo var því breytt og ákveðið að svo skyldi einnig vera um þá.

Stuttu eftir þetta var auglýst eftir dagskrárgerðarfólki. Við höfðum sama hátt á og verið hafði. Lögðum lítið próf fyrir umsækjendur, skriflegt og létum svo viðkomandi taka eitt viðtal, sem tekið var upp.

Við eyddum svo nokkrum dögum í að fara yfir og meta. Komu fleiri en einn að því mati.

Þegar málið kom fyrir útvarpsráð til ákvörðunar kom ég á fund ráðsins, hafði með mér prófin, matið og prufuviðtölin. Ekki kom til þess að ég þyrfti að spila neitt eða sýna. Í útvarpsráði sat fólk svo forvitri að það þurfti ekki að hlusta neitt eða lesa og greiddi því atkvæði þegar í stað.

Við hefðum því getað sparað okkur þessa óþörfu vinnu.

Lesa frétt ›
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna mun ekki hafa verið fráhverf því að samþykkja breyttan lista dómsmálaráðherra yfir þá hæfustu til að taka sæti í Landsdómi þegar Svandís Svavarsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra Vinstri grænna, lagðist á hann með svo miklum þunga og mótmælum að Katrín lét undan.

Ekki kæmi á óvart að ástæðan sé sú að fyrrum eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson lögfræðingur - sjá hér - var strikaður út af listanum og Svandís standi með fyrrverandi eiginmanni sínum og barnsföður.

Heyrst hefur að atgangurinn hafi verið þvílíkur að sumum hafi orðið um og ó og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur sjálfri.

Lesa frétt ›
Úr samgöngudeildinni:

Nærri 900 þriggja mánaðakortum var stolið á skrifstofu Strætó fyrir um mánuði og hafa bílstjórar og starfsmenn Strætó verið að reyna að gera þau upptæk þar sem að Strætó brást við þessu og framleiddi nýja tegund af þriggja mánaða kortum.

Þrír starfsmenn Strætó á skrifstofu hafa aðgang að skáp þar sem kortin voru geymd en starfsmenn Strætó hafa verið iðnir við að taka bæði gild kort og ógild kort í vögnunum.

Lesa frétt ›
Café Retro á Granda lokar 1. ágúst þar sem húsaleigusamningi hefur verið sagt upp en nýr eigandi ætlar að opna þarna lúxusveitingastað með palli út í sjó, eitthvað sem núverandi veitingamaður fékk aldrei að gera.

Retro er einstakur staður, veitingar heimalagaðar og þarna er hægt að fá plokkfis á 1.900 krónur sem kostar 4.230 krónur á Bautanum á Akureyri - sjá hér.

Þá er Retro með sérinnflutt kaffi frá Ítalíu, Bonomi heitir það, og margir af helstu kaffifíklum borgarinnar eru áskrifendur að (Jónas R Jónsson, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson ofl.). Vertinn keyrir út baunirnar og malar fyrir á sem vilja.

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi átti bygginguna þar sem Retro hefur verið í fjögur ár en seldi til fjárfestis sem ætlar sjálfur að gerast veitingamaður – en það verður ekkert Retro.

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að þetta sé Bjarki Þór rakari á Rebel Klippibúllu á Nýbýlavegi í Kópavogi. Tekið skal fram að hann klippir ekki alla eins og sjálfan sig.
Ummæli ›

...að strákarnir á Snaps, Sigurgísli og Stefán, hafi sótt um að opna veitingastað á Bergsstaðastræti 13 þar sem Bernhöftsbakarí var til húsa um áratugaskeið. Þeir hafa tryggt sér húsnæðið, sækja um leyfi fyrir 55 gesti en húsaleiga á þessum stað á Bergstaðastræti mun vera 800 þúsund krónur.
Ummæli ›

...að mánudagur sé ekki alltaf til mæðu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. FLÝR AF VEITINGAHÚSUM: Ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen hefur átt undir högg að sækja á samfélagsmiðlum eftir að ...
  2. HJÓLASTÓLALAUS Á SÆTA SVÍNINU: Fegurðardísin Ásdís Rán, sem er eins og alþjóð veit að jafna sig eftir alvarlegt slys, naut lífs...
  3. JOHNSEN, JEPPINN OG KERRAN: Borist hefur póstur: --- Flottur jeppi og ekki verra að vera með kerru ef maður heitir Árni John...
  4. GIFTU SIG Í GRÍMSNESI: Eigandi Kjarvalshússins á Seltjarnarnesi, athafnamaðurinn Oliver Luckett, gekk að eiga sinn heit...
  5. SVEINN GESTUR Í NÆTURVAKTINNI: Sveinn Gestur Tryggvason, sem nú situr í gæsLuvarðhaldi ásamt Jóni Trausta Lútherssyni í tengslu...

SAGT ER...

...að Big Little Lies sé það besta sem sést hefur í sjónvarpi um áratugaskeið, eiginlega nútímaútgáfan af Desperate Housewives, bara miklu beittari og betri. Reese Witherspoon, Nicole Kidman, Shailene Woodley og Laura Dern leika konur sem eru hreinlega að ganga af göflum í yfirþyrmandi lúxuslífi og lygavef fjölskyldulífsins....a perfect life is a perfect lie. ps. Nicole Kidman er fimmtug í dag.
Ummæli ›

...að þetta sé líkast til rétt.
Ummæli ›

...að Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri hafi tekið bensín í Costco: Biðraðir voru í dælurnar til að fylla á tankinn frá vinstri hlið bíls. Þeir sem taka eldsneyti hægra megin komust fljótlega að.
Ummæli ›

...að það hafi verið stíll á landsliðsfyrirliðanum í knattspyrnu, Aroni Einari Gunnarssyni, er hann gekk að eiga Kristbjörgu Jónasdóttur í Hallgrímskirkju í gær.
Ummæli ›

Meira...