Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þjóðarathygli á framboðsfundi með skólakrökkum á Akureyri sem hann ávarpaði á frönsku og lét svo móðan mása.

Nú segir hann:

Gamli dauðþreyttur að reyna að vekja þjóðarathygli á sjálfum sér og Flokki Fólksins – það tókst, en ekki eins og ég ætlaði.
Ég er með ónýta kjálkataug eftir tannlæknaaðgerð og hættir til að verða þvoglumæltur þegar ég er mjög þreyttur.
Ég sé enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á einu eða neinu og stend við allt sem ég sagði þarna – en myndbandið hefur verið klippt eftir þörfum skólafélags MA og dreift af því félagi – sem er til skammar. Bráðlega mun ég birta opinberlega bréfaviðskipti mín við skólameistara MA. Sá maður er enginn Sigurður Guðmundsson skólameistari, sem tók menn á beinið.

Lesa frétt ›
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, áður bæjastjóri í Kópavogi um árabil, fékk hjartaáfall fyrir nokkrum dögum og var fluttur í skyndi suður til Reykjavíkur. Gekkst hann undir aðgerð á Landspítalanum sem tókst vel og er hann nú á góðum batavegi og við tekur þjálfun og endurhæfing.

Gunnar hefur verið vinsæll bæjarstjóri í Fjallabyggð, búsettur á Siglufirði og stýrir þaðan bænum og að auki Ólafsfirði og sveitunum í kring.

Samkvæmt heimildum að norðan eru íbúar sannfærðir um að Gunnar verði kominn aftur til starfa strax eftir áramót en sem áður sagði er lýðhylli hans mikil í sveitarfélaginu - sjá eldri frétt hér.

Lesa frétt ›
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokksmenn hans hafa opnað kosningaskrifstofu í JL-húsinu við Hringbraut við hliðina á bakaríi Jóa Fel. Þar er safnað undirskriftum fyrir framboð flokksins í Reykjavík, heitt á könnnunni og bakkelsi enda stutt í kræsingarnar í næstu hurð.

Því hefur verið kastað framað Jói Fel verði á framboðslista Miðflokksins en hefur ekki fengist staðfest. Jói Fel er enn sem komið er bara við hliðina á Sigmundi Davíð á Hringbraut.

Lesa frétt ›
“Finnst Björt framtíð koma óttalega hallærislega unglingalega fram við Jón Gnarr – sem maður sér, þrátt fyrir allt, sem nokkus konar guðföður þessarar bylgju, eiginlegan skapara margra hugmynda þarna,” segir metsöluöfundurinn Auður Jónsdóttir um afneitun Bjartrar framtíðar á guðföður sínum, Jóni Gnarr, og Auður heldur áfram:

“En það er einmitt í eðli unglingsins, að fordæma foreldra sína þegar þau dirfast að vera mannleg. Og Björt framtíð er svo ungur flokkur og þeir sem eru ungir eru dómharðir. Sérstaklega við þá sem fæddu þá af sér. Eitt er að prédika mannskilning, annað að sýna hann í verki.”

Undir þetta tekur Jón Gnarr sjálfur og segir:

“Þetta finnst mér mjög góð greining hjá þér.”

Lesa frétt ›
Úr Pepsídeildinni:

Miklar sviptingar verða á leikmannamarkaðnum í Pepsídeild karla á næstunni. Sá sem er hvað heitastur og dýrmætastur í dag er Andri Rúnar Bjarnasson í Grindavík, markhæsti leikmaður deildarinnar.

Velflest félög sem hafa fjármagn munu berjast um hann  og nefnd hafa verið til sögunnar Valur, FH og Víkingur en samningur Andra við Grindavík rennur út þann 31.12 2017.  

Logi Ólafsson þjálfari Víkings er sagður ætla að  lokka Andra til Víkings með nokkrum Víkingabröndurum sem hann er frægur fyrir en spurningin er hvort honum takist að yfirbuga kvótakallanna í Grindavík sem vilja ólmir kaupa Andra og útvega honum góðan samning.

Lesa frétt ›
Ýmsir innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum naga nú handarbökin yfir að hafa ekki komið í veg fyrir að Þórunn Egilsdóttir gæfi kost á sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Sagan segir að Sigmundur Davíð hafi litið á framboð Þórunnar gegn sér sem hin fullkomnu svik, ekki bara af hálfu Þórunnar heldur hins svokallaða flokkseigendafélags. Nógu slæmt þótti honum á sínum tíma þegar Sigurður Ingi bauð sig fram gegn honum sem formanni. En Sigmundur Davíð beit í það súra epli og hélt tryggð við flokkinn. Mótframboð Þórunnar var honum hins vegar ofraun og afleiðingin er sú að Framsóknarflokkurinn er klofinn í tvennt. Ekki aðeins það, heldur benda kannanir til þess að svo gæti farið að Framsóknarflokkurinn fái aðeins tvo eða þrjá þingmenn en Miðflokkur Sigmundar Davíðs helmingi fleiri.

Vafalítið hefur Þórunn haft trausta flokkseigendur á borð við kaupfélagsstjórann úr Skagafirði að baki sér, en þar sem pólitík snýst oftar en ekki um persónur, þá mun hún enda í sögunni sem konan sem klauf Framsóknarflokkinn.

Lesa frétt ›
Fyrir skömmu var sagt frá því að Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensássókn til 20 ára hefði verið ásakaður um kynferðislegt áreiti, aðallega af hálfu einnar konu, en jafnvel tveim, þrem til viðbótar.

Biskupinn sagðist ekki líða svona nokkuð á sinni vakt, svona nokkuð hvað? Ásakanirnar?

Upplýst var að aðalkvörtunin hefði komið frá konu í sókn Ólafs, um að hann hafi kysst hana á kinnina og klappað henni á bakið.

Og biskupinn brást hart við. Sendi séra Ólaf í frí og setti séra Maríu Ágústsdóttur í hans stað 21. september.

Væntanlega er einhver rannsókn í gangi, en sóknarbörn séra Ólafs hitta nú fyrir Maríu í stað Ólafs.

Það sem vantar í þessar fréttir er að konan sem kvartaði er Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur og forstjóri Útfararstofu kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, en eiginmaður hennar er séra Sigurður Árni Þórðarson í Hallgrímskirkju, áður Neskirkju. Sigurður Árni og Ólafur hafa verið meðal leikenda í leikritunum um völd innan Þjóðkirkjunnar.

“Ég kýs að tjá mig ekki um þetta mál,” segir Elín Sigrún Jónsdóttir.

Lesa frétt ›
Á söluvefnum Brask og brall er forláta riffill auglýstur til sölu af veðimanninunum Jóni Gunnari Benjamínssyni:

“Óska eftir tilboði í þennan splunkunýja og ónotaða TIKKA T3 6.5×55 SE,” segir hann og birtir flottar myndir af gripnum.

Með geta fylgt 100 skot og uppsett verð 470 þúsund krónur.

Þá er spurt:

Getur hver sem er keypt sér riffil með hundrað skotum og byrjað að skjóta?

Lesa frétt ›
Borist hefur póstur:

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verður ákveðið á næstu mánuðum að leyfa gæludýr í strætó og  einnig verður leyft að snæða pylsu og kók  á sama stað.

Sömu heimildir herma að  heilinn á bak við þetta sé Heiða Björk Hilmisdóttir stjórnarformaður Strætó BS en hún hafi hvorki haft samráð við vagnstjóra Strætó um þetta né það að Strætó hefji lengri akstur á kvöldin og næturakstur um helgar og munu vagnstjórar vera bálreiðir út í Heiðu og vilji  að  Samfylkingin skipti henni út fyrir annan í stjórn Strætó BS. Með fylgir að stakt far með næturstrætó muni kosta 1.000 krónur – staðgreitt.

Heiða er með diplómu í jákvæðri sálfræði.

Lesa frétt ›
Ólafur Stephensen fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins og nú framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og Ragnheiður Agnarsdóttir, stofnandi Heilsufélagsins og ekkja Þórðar Friðjónssonar sem veitti Þjóðhagsstofnun forstöðu á sinni tíð, opinberuðu samband sitt með myndbirtingu úr Seljavallalaug í gær.

Heilsa og hreysti skín af parinu í Seljavallalaug en um Heilsufélag Ragnheiðar segir í kynningu:

Heilsufélagið er ráðgjafarþjónusta sem leggur áherslu á lausnir sem auka velgengni fólks og fyrirtækja. Um er að ræða nýja nálgun sem greinir uppsprettur áskorana og þjálfar leiðir til þess að takast á við þær í stað þess að fást eingöngu við birtingamyndir þeirra.

Vinnuaðferðir Heilsufélagsins grundvallast á þrautreyndri aðferðafræði, gagnagreiningum, viðtölum og raunhæfum verkefnum, sniðið að aðstæðum og umfangi hverju sinni.

Hlutverk Heilsufélagsins er að aðstoða fólk og fyrirtæki við að upplifa innihaldsríka velgengni.

Gildi Heilsufélagsins eru: yfirsýn, jafnvægi, styrkur

Lesa frétt ›
Jón G. Hauksson er hættur sem ritstjóri Frjálsrar verslunar eftir 25 ára starf. heimildir herma að hann sé að byrja með vikulegan sjónvarpsþátt á ÍNN sem mun heita Viðskipti með Jóni G.

Útgefandi Frjálsrar verslunar var lengst af Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra en tímaritið var selt fyrir skemmstu, líkt og önnur tímarit útgáfufyrirtækis Benedikts, Heimur, og kaupandinn var Myllusetur - sjá hér.

Jón G. Hauksson hóf blaðamannaferil sinn á DV á níunda áratugnum og gat sér strax orð fyrir lipra takta, næma sýn á samfélagið og óvenju glöggt fréttanef. Viðskiptafréttir tóku síðan huga hans allan enda Jón menntaður viðskiptafræðingur.

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að Brynjar Níelsson eigi líklega við að þetta gildi um annan hvern lífeyrisþega sem hafði innherjaupplýsingar fyrir hrun.
Ummæli ›

...að Aron Vignir frá Hvammstanga sé að selja Bláan Ópal á Netinu á 10 þúsund krónur pakkann.
Ummæli ›

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. NÝJASTA MÓDELIÐ (14): Úr tískudeildinni: --- Þessi stúlka heitir Urður Vala og er úr Hafnarfirði og virðist vera að slá ...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

Meira...