Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Þessi mynd var tekin í fiskbúðinni í Gnoðarvogi í gær. Hún sýnir úrvals hvítvín frá Pfaff á ís innan um ferskan fisk af öllum stærðum og gerðum. Þó er varað við að vínið sé ekki gott með gellum eða blágómu.

Nýir tímar ryðja eldri frá hvernig sem menn spyrna við fótum.

Hér er allt um Pfaff og hér allt um blágómu.

Lesa frétt ›
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðajónustunnar, sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins að það væri galið að selja rúnstykki með skinku og osti á tæpar tólf hundruð krónur eins og gert er á Húsavík.

Óskar Magnússon, ferðaþjónustubóndi við Kerið í Grímsnesinu, spyr á móti:

“Vilja Samtök ferðaþjónustunnar ekki hafa skoðun á því hvað jólakökusneiðar eiga að vera þykkar á kaffihúsum? Alveg galið!”

Lesa frétt ›
Tíminn læknra öll sár, um það hafa skáldin ort í þúsund ár.

En nú hafa vísindamenn komist að öðru og þá sérstaklega að ástarsorg getur sett mark sitt á sálarlíf þess sem fyrir verður þannig að aldrei verður bætt.

Sjá hér!

Lesa frétt ›
Ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen hefur átt undir högg að sækja á samfélagsmiðlum eftir að hann ákvað að senda vopnaða lögreglumenn út á götur höfuðborgarinnar. Jónas Kristjánsson ritstjóri gengur svo langt að segja Harald ekki með fullum sönsum og vísan til að valda vandræðum:

“Haraldur hefur lengi þjáðst af ofsóknarkennd og flýr af veitingahúsum, þegar hann sér mig þar,” segir Jónas.

Lesa frétt ›
Eigandi Kjarvalshússins á Seltjarnarnesi, athafnamaðurinn Oliver Luckett, gekk að eiga sinn heittelskaða, Scott Guinn, á Hótel Borealis á Efri Brú í Grímsnesi um helgina.

Brúðkaupsveislan var haldin í hlöðunni og meðal gesta var leikkonan Lindsey Lohan.

Fjallað var um Hótel Borealis hér undir fyrirsögninni Staður draumabrúðkaupsins.

Lesa frétt ›
Frá hinu opinbera:

Starfsmaður var nýlega látinn fara frá Strætó.  Vagn bilaði hjá starfsmanninum  og tók hann mynd af  því þegar verið var að draga vagninn og viðhafði ummæli sem hann setti á Facebook.

Ummælin fóru fyrir brjóstið á yfirmönnunum en þau voru svona:

„Einn dráttur á dag kemur skapinu í lag.“

Tekið skal fram að starfsmaður þessi er farinn að keyra hjá öðru rútufyrirtæki

Lesa frétt ›
Heyrst hefur að í farvatninu sé mögulegt nýtt þverpólitískt framboð í borgarpólitíkinni. Margir eru orðnir langþreyttir á lóðaskorti meirihlutans og baráttu gegn einkabílnum, en minnihluti Sjálfstæðisflokks og framsóknar og flugvallarvina hefur ekki náð vopnum sínum.

Hugmyndin er að stofna breiðfylkingu um nokkur einföld atriði sem stór hluti borgarbúa getur sameinast um, ekki síst þeir sem búa austarlega í borgarlandinu og finnst lítið hafa verið hlustað á sig.

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, vakti mikla athygli á dögunum er hann ræddi skipulagsmál og lóðaskort í borginni í Silfri Egils við Heiðu Kristínu Helgadóttur, einn helsta hugmyndafræðing meirihlutans. Er jafnvel talið að að hann hyggi á framboð. Ekki dregur úr samsæriskenningum, að hann gefur í skyn á facebook-síðu Óskars Bergssonar, fv. borgarfulltrúa, í dag að þeir ættu kannski að sprengja upp borgarpólitíkina. „Ekki spurning!“ svarar Óskar.

Björn Ingi sagði óvænt af sér sem borgarfulltrúi í kjölfar innanflokksdeilna í Framsóknarflokknum. Hann var formaður borgarráðs þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri og einnig þegar Dagur B. Eggertsson varð fyrst borgarstjóri í hundrað daga. Sá meirihluti féll þegar sjálfstæðismenn sóttu Ólaf F. Magnússon úr veikindafríi og gerðu öllum að óvörum að borgarstjóra.

Sama dag og Ólafur tók við sem borgarstjóri reyndu sjálfstæðismenn mikið að fá Björn Inga til að hætta við að segja af sér, en honum varð ekki haggað.

Eitt er það mál sem Björn Ingi barðist fyrir í borgarpólitíkinni og heldur nafni hans á lofti, en það er frístundakortið sem tugþúsundir barna og unglinga hafa nýtt sér á undanförnum árum.

Lesa frétt ›
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta á von á tvíburum með eiginkonu sinni, Karen Einarsdóttur.

Stóra systir bíður spennt eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd:

“Þessi litla prinsessa ætlar að verða besta stóra systir í heimi og er dugleg að tala við tvíburana sem að mamman er að geyma í bumbunni,” segir hann.

Lesa frétt ›
Þau geisla af ánægju, Laufey Birkisdóttir snyrtifræðingur og gítarleikarinn Friðrik Karlsson.

Laufey er einn þekktasti snyrtifræðingur landsins, rekur eigin stofu, Leila Boutique á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi, og um gítarsnilli Friðriks Karlssonar þarf ekki að hafa mörg orð, hann hefur spilað með mörgum helstu tónlistarstjörnum heimsins svo ekki sé minnst á Mezzoforte.

Svo skemmtileg vill til að Friðrik, sem lengi hefur verið búsettur íLondon, býr einmitt á Eiðistorgi þar sem snyrtistofa Laufeyjar er .þannig að það er stutt að fara þegar ástin kallar.

Lesa frétt ›
“Það var kominn tími til að hrista upp í þessum markaði. Ég held að Costco sé að gera það sama og Bónus gerði á sínum tíma,” segir Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar í Bónus, sem er byrjuð að vinna í Costco.

Guðrún er vön manneskja í þessum bransa eins og gefur að skilja og kann til verka:

“Ég vinn hér á skrifstofunni en geng í öll verk, Nú síðast var ég að taka upp úr kössum. Þetta er alveg dásamleg verslun og hrein upplifun að koma hingað inn enda sýna móttökurnar að fólk kann að meta þetta.”

Guðrún og Jóhannes í Bónus voru saman í áratug og giftu sig á afmælisdegi Jóhannesar 2010 – sjá frétt hér –  en Jóhannes barðist þá við krabbamein sem varð honum að aldurtila síðar.

Lesa frétt ›
“Þetta var alveg frábært. Næsti bær við himnaríki,” segir Jónas Kristjánson ritstjóri, frumkvöðull í umfjöllunum um neytendamál í íslenskum fjölmiðlum, en hann fór í Costco í morgun.

“Þarna voru alls konar ber og ekkert skemmt. Tómatar sem bragð var af og og epli sem lyktuðu. Það var eins og maður væri kominn aftur til 1950 þegar epli voru aðeins flutt til landsins fyrir jól og lyktuðu svo vel. Ég át eitt strax og ég kom heim og það var eplabragð af því. Íslendingar hafa allt of lengi þurft að borða bragðlaus epli.”

Jónas beið í tíu mínútur í biðröð til að fá Costco-kortið sitt en eftirleikurinn var auðveldur. Skemmtilegt flæði í gegnum verslun

“Þetta eru allt önnur verð. Alveg dásamlegt,” segir neytendafrömuðurinn Jónas Kristjánsson.ina þar sem allir vöruflokkar vöktu ánægju. Og bensíndælurnar átta þar sem biðraðir bílanna minntu á biðröðina fyrir utan Glaumbæ hér áður fyrr og meira að segja hjólbarðaverkstæði þar sem hægt er að fá Michelin dekk fyrir 12 þúsund krónur stykkið og þá er umfelgun innifalin sem hingað til hefur kostað sjö þúsund.

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að þegar krakkarnir eru orðnir vegan, gay eða jafnvel múslimar geti fjölskylduboðin orðið flókin.
Ummæli ›

...að ferðamenn séu í auknum mæli að uppgötva veitingastaðinn í IKEA þar sem hægt er að fá málsverð á 10 evrur.
Ummæli ›

...að vegna óhjákvæmilegra framkvæmda við húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi verður hraðbanka í anddyri hússins lokað 27. júní.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SULLENBERGER Í COSTCO: Póstur frá neytanda: --- Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, var í Costco að gera stórin...
  2. BÆJARINS BESTU LOKA Í KRINGLUNNI: Bæjarins bestu hafa lokað útsölustað sínum á Stjörnutorgi í Kringlunni og ástæðann einföld: Eiginkon...
  3. HATURSORÐRÆÐA Í BÍLNÚMERI: Hatursorðræðan kemur víða fram eins og sjá má á þessu bílnúmeri hvort sem það er tilviljun eða ekki....
  4. NÁGRANNI DAVÍÐS FYRIR 125 MILLJÓNIR: Fegrunarnefnd Reykjavíkur valdi þetta hús það fallegasta í bænum og sama gilti um garðinn og umg...
  5. FLÝR AF VEITINGAHÚSUM: Ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen hefur átt undir högg að sækja á samfélagsmiðlum eftir að ...

SAGT ER...

...að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sé mikið fyrir að endurnýta hluti og nú hefur hún fundið stóla fyrir kaffistofuna sem gerðir eru úr grænum öskutunnum. Mjög smart.
Ummæli ›

...(Björgúlfur Egilsson bassaleikari).
Ummæli ›

...að tryggingafélagið VÍS taki ekki lengur við reiðufé, bara kortum.
Ummæli ›

...að umræðan um hárlitun forsætisráðherra sé að gera hann gráhærðan.
Ummæli ›

Meira...