Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

Enn á ný eru byrjaður getgátur um að Davíð Oddsson hætti senn á Morgunblaðinu.

Ljóst er að  áhrif hans eru  orðin  lítil eftir ósigurinn í forsetakosningunum. Þá verður hann sjötugur snemma á næsta ári.

Hvað sem því i líður herma heimildir úr Hádegismóum að mjög sé litið til Stefáns Einars Stefánssonar til  að taka senn  við stærra hlutverki hjá Árvakri.

Stefán Einar hefur verið viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu  og var nýlega gerður að ritstjóra Viðskipta- Moggans. Hann var formaður VR um skeið, þykir snarpur penni, skoðanafastur, rökvís, góður hægri maður. Hann er vel menntaður. Hefur sem sagt  allt til að bera sem eigendur Morgunblaðsins horfa til.

Lesa frétt ›
Sænautasel á Jökuldalsheiði er eitt snjallasta birtingarform íslenskrar ferðaþjónustu og skákar bæði Geysi og Gullfossi í einfaldleik sínum.

Í Sænautaseli er hægt að fá gistingu í baðstoðu frá 19. öld á 18 þúsund krónur nóttina en þar getur heil fjölskylda hafst við með eldhúsaðstöðu frá sama tíma. Upppantað hefur verið í allt sumar.

Í þjónustuhúsi í jafn gömlu fjárhúsi rétt hjá er boðið upp á veitingar, kaffi og kakó og nýbakaðar lummur með rjóma og jarðarberjasultu úr túnfætinum.

Búið var í Sænautaseli í hundrað ár frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu en bærinn stendur við Sænautssvatn sem er fullt af bleikju en ekki sænautum eins og ætla mætti.

En hvað er sænaut eða sækýr?

Sækýr eiga enga þekkta óvini nema manninn, vegna þess hve hægt þær fara, en meðal hraði þeirra er þrír til fimm km á klukkustund og að þær sækja mest af fæðu sinni nálægt árbökkum og ströndum þá lenda þær oft í árekstrum við hraðbáta, sjóþotur og veiðafæri manna. Sækýr hafa þykka grófa húð, stutta og breyða hreyfa og flatann breiðann sporð. Nasir þeirra lokast Þegar þær kafa og lungu þeirra liggja langsum ólíkt öðurm spendýrum en það eykur jafnvægi þeirra í vatninu. Þær eru með marga vöðva sem umlykja lungun og gera að verkum að þær geta andað hraðar frá sér en önnur sepndýr og því verið fljótar að fara í kaf aftur. Sækýr geta kafað í allt að 15 mínútur í einu en venjlega koma þær upp til að anda á þriggja til fimm mínútna fresti. Sækýr hafa engin ytri eyru en þær hafa mjög stór innri eyru og heyra mjög vel, þær gefa frá sér margskonar hljóð og nota þau í samskiptum sín á milli, hver móðir hefur sérstakt hljóð fyrir sinn kálf og hver kálfur ákveðið hljóð fyrir sína mömmu, þegar þær eru á sundi haldast þær oft í hendur (hreyfa). Sækýr eru mikið fyrir að snerta hver aðra og hjálpast að við að hreinsa snýkjudýr og gróður sem festist á þeim. Þær eru félagslyndar en þurfa samt að hafa visst svigrúm útaf fyrir sig, þær ferðast oft í hópun en líka einar, það er engin foringi og allir jafn réttháir í hópnum. Sækýr á öllum aldri leika sér og oft saman, þær eiga auðvelt með að læra og bregðast fljótt við nýjum áreitum.

Lesa frétt ›
Á Selasetrinu á Hvammstanga starfa þrír líffræðingar allt árið við rannsóknir á selum við Ísland. Og niðurstaðan er ógnvekjandi:

Frá árinu 1980 hefur selum við landið fækkað um 77 prósent og þeim heldur áfram að fækka.

“Þeir eru í útrýmingarhættu,” segir starfsmaður Selasetursins.

Nóg er hins vegar að gera hjá selaskoðunarbátum sem sigla með túrista til að skoða seli þó alltaf verði erfiðara að finna þá – 77 prósentum færri en fyrir 37 árum.

Lesa frétt ›
Sundhöllin á Siglufirði er eins og klippt úr franskri kvikmynd

þar sem ástir og örlög lúra í skugga ljóss og birtu.

Byggð sem útilaug fyrir miðja síðustu öld, síðan yfirbyggð af smekkvísi

líkt og sumir veitingastaðirnir í nágrenninu

sem hefðu getað verið í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrir 30 árum

- sjón er sögu ríkari.

Lesa frétt ›
Björn Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra veit oftar en ekki hvað hann syngur þó sá söngur falli “góða fólkinu” ekki alltaf í geð:

Hnignun ríkisútvarpsins er augljós. Þar er hvorki við fjárskort né stjórnmálaflokka að sakast. Kjarnastarfseminni hefur einfaldlega verið fórnað fyrir eitthvað annað. Æ erfiðara verður að halda uppi vörnum fyrir að skattgreiðendur standi undir úreltu bákni við miðlun lélegs efnis þegar unnt er að ná betri árangri á hagkvæmari hátt. Einkavæðing á ríkisútvarpinu er óskynsamleg undan starfseminn heldur áfram að fjara. Það á að koma á fót sjóði á borð við kvikmyndasjóð og gera mönnum fært að keppa um styrki til að framleiða metnaðarfullt, íslenskt hljóðvarps-, sjónvarps- og netmiðlaefni.

Þeir sem hlusta á rás 1 vita að þar er öll metnaðarfull nýsköpun úr sögunni. Leitast er við að halda í horfinu með flutningi á gömlu efni. Kveður svo rammt að slíkum flutningi að þess er ekki lengur getið í dagskrárkynningu frá hvaða ári viðkomandi efni er. Mætti ætla að dagskrárstjórinn skammist sín fyrir allan endurflutninginn. Nýsköpunin felst í yfirborðskenndu lausatali til kynningar á viðburðum í auglýsingaskyni og flutningi á sígildri tónlist í krafti samvinnu erlendra útvarpsstöðva – bera þeir þættir af öðru efni ásamt Hátalaranum.

Lesa frétt ›
DV greinir frá því að Bubbi Morthens hafi látið verða af því og farið í Costco. Niðurstaða Bubba er sú að Bónus sé ódýrari og betri kostur.

Bubbi er því Bónusmaður eins og svo margir aðrir á þessum Costco-tímum en rifjast þá upp myndbirting hér frá því í nóvember 2010 þar sem Bubbi sést í hrókasamræðum við Bónusfeðgana Jón Ásgeir og Jóhannes heitinn Jónsson fyrir utan sumarhöll Jóhannesar í hlíðinni fyrir ofan Akureyri.

Myndin vakti mikla eftirtekt og úr urðu margar fréttir - hér er ein.

Lesa frétt ›
Í bakarastéttinni er um fátt meira rætt en meintan skilnað Jóa Fel og Unnar Gunnarsdóttur eiginkonu hans en saman hafa þau byggt upp eitt þekktasta vörumerkið í íslenskri bakaraiðn og farsælt fyrirtæki sem löngu er landsþekkt.

“Við erum ekki skilin. Ég er að vinna hérna í fyrirtækinu og Jói líka,” sagði Unnur í samtali fyrir nokkrum vikum en síðan hefur orðrómurinn bara magnast. Ekki síst meðal sölumanna sem fara á milli bakaría og segja fréttir af öðrum á hverjum viðkomustað.

Jói Fel er formaður Landsambands bakarameistara og í hófi sem bakarar héldu um síðustu helgi var um fátt annað rætt en meintan skilnað hjónanna – að sögn heimildarmanns sem var á staðnum. Hæst bar þar að Jói hefði nýverið keypt sér svartan jeppa sem sæist ekki lengur fyrir utan heimili hans heldur við sumarbústað þeirra Unnar í Grímsnesi.

Lesa frétt ›
Úr bakherberginu:

Kröfum lögmannanna, Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar hrl. og Ástráðs Haraldssonar hrl. um ógildingu á skipan Landsrétt var vísað frá dómi, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Ekki verður það lögmönnunum til álitsauka.

En kröfu þeirra um skaðabætur var ekki vísað frá.

Það þýðir að þeir þurfa að höfða mál að nýju og sýna fram á það tjón sem þeir hafi orðið fyrir við það að verða ekki skipaðir Landsréttardómarar. Fróðlegt verður að sjá hvernig sá rökstuðningur verður. Jóhannes Rúnar hefur undanfarin ár setið við kjötkatla slitastjórnar Kaupþings og haft haft hundruð milljóna tekjur. Hvert skildi tjón hans vera?

Ástráður Haraldsson hrl. hefur rekið blómlega lögmannsstofu sem sinnt hefur viðamiklum verkefnum fyrir ASÍ og ýmis stéttarfélög auk annarra lögmannsstarfa.

Tekjur þeirra hafa eflaust verið margfaldar á við tekjur Landsréttardómara og tjón þeirra því minna en ekkert. Málshöfðunin ómerk og ferðin sneypuför.

Lesa frétt ›
Nýju LED-ljósaperurnar sem eiga að vera orkusparandi og eru sannarlega útbreiddar geta valdið hausverk vegna flökts í ljósi sem sést ekki en er samt.

Perurnar geta valdið slappleika og hreinlega verkjum 20 mínútum eftir að kveikt er á þeim vegna þessa flökkts.

Arnold Wilkins sálfræðiprófessor í háskólanum í Essex segir flöktið í LED miklu meira en í eldri perum:

Þegar venjulegar flúrósentperur, eins og algengar eru á skrifstofum, flökta 35 prósent flöktir LED-pera 100 prósent sem þýðir að hún kveikir og slökkvir á sér hundrað sinnum á sekúndu.

Sjá frétt hér!

Lesa frétt ›
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður kemur umhverfisráðherra til varnar vegna umdeildrar tískusýningar hennar í fundarsal Alþingis sem sósíalistaforninginn Gunnar Smári gerði að umtalsefni hér.

“Björt má eiga það að Alþingi greiddi ekki fyrir kjólinn, eins og hjá Guðrúnu Helgadóttur forðum,” segir Sigurður og vísar þar til kjólakaupa Guðrúnar Helgadóttur 1989 þegar hún var forseti Alþingis og fékk lán frá Alþingi til að dressa sig upp fyrir fund Norðurlandaráðs - sjá hér.

Lesa frétt ›
Jón Hjartarsson athafnamaður var að fa sér nýjan jeppa og sá vill tala við hann:

“Mér dauðbrá og varð svolítið feiminn fyrst í stað við Willys jeppann minn nýja, þegar hann lagðist í spjall við mig. 

Hann sagðist vilja hafa nafn og spurði hvað hann ætti að heita. Ég sagði honum að hann mætti heita Mósi því hann væri þannig á litinn og hann var sáttur við það. 

Svo bauð hann mér upp á dús og tengingar við CD diskana mína, USB kubbinn og iPoddana, Apple iPhoninn og leiðbeindi mér vingjarnlega inn í tölvukerfið sitt. “Say this again please”.

Núna segi ég bara; Call Maria – og hann hringir í frúna, eða FM og hann fer á útvarpið, HDD og hann fer á músíksafnið mitt – og líki mér ekki lagið þá er bara að segja Delete this. Þá segir hann “are you sure”? Yes – og lagið hverfur úr minninu.

Eina vandamálið er að hann vill ekki læra íslensku – kannski er hann rasisti.”

Lesa frétt ›

SAGT ER...

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  2. STEYPTI FYRIR ÚTSÝNIÐ: Fréttaritari á Nesinu: --- Það er maður a Nesinu sem kaupir sér eina bestu byggingarlóðina á sun...
  3. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...
  4. SÁTT UM UNNI BRÁ Í VALHÖLL: Úr stigaganginum í Valhöll: --- Innan Sjálfstæðisflokksins er nú unnið að því að fá Unni Brá Kon...
  5. STEFÁN EINAR NÆSTA STJARNA HÁDEGISMÓA: Enn á ný eru byrjaður getgátur um að Davíð Oddsson hætti senn á Morgunblaðinu. Ljóst er a...

SAGT ER...

-

...að þetta sé vel heppnuð forsíða á tímariti


Ummæli ›

-

...að þessi jeppi sé merktur Samfylkingunni (SF) og Davíð Oddssyni í fyrsta sætið (DO1). Borgarstjórnarkosningar nálgast.


Ummæli ›

-

...að Runólfur Oddsson konsúll Slóvakíu á Íslandi (bróðir Davíðs) standi fyrir inntökuprófum í tannlækningum og læknisfræði í Palacky University í Olomuc Tékklandi mánudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Ummæli ›

---

...að þessi maður hafi grillað svínabóg austur á Héraði í gærkvöldi og tókst vel enda svínið eina dýrið hér á landi sem svitnar inn á við og snarkar því vel yfir glóandi kolunum.
Ummæli ›

Meira...