CAFE PARIS LOKAR Á KVÖLDIN

  Birgir Bieltvedt og Cafe Paris í kvöld; stólar upp á borðum og lokað.

  Stólar upp á borðum, kokkar á förum og starfsmaður að ryksuga sem segir: “Við lokum klukkan sex á kvöldin í febrúar og mars.”

  Enn einn staðurinn í miðbæ Reykjavíkur að láta undan síga; Cafe Paris á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, í hjarta borgarinnar, en nú heitir hann reyndar bara Paris – café – bistro – bar. Lokaður á kvöldin.

  Cafe Paris var opnaður með pomp og pragt vorið 2017 – sjá hér – en síðan náði veitingamógúllinn Birgir Bieltvedt tangarhaldi á staðnum um leið og hann yfirtók Snaps á Óðinstorgi, Jómfrúna í Lækjargötu og stofnaði Hard Rock í næsta húsi sem hann losaði sig reyndar við skömmu síðar – svo ekki sé minnst á Dominos.

  Birgir er að reyna að losa sig við staðinn; það vita reykvískir veitingamenn sem hnippt hefur verið í – reksturinn þungur.

  Auglýsing