BÝR Í SKEMMTIFERÐASKIPI 350 DAGA Á ÁRI

  Þegar Bandaríkjamaðurinn Mario Salcedo varð 47 ára ákvað hann að hætta í vinnunni sem fjármálastjóri og ferðast um heiminn. Frá og með 1997 hefur hann verið búsettur í skemmtiferðaskipum í um það bil 350 daga á ári en “tekur tveggja vikna frí í íbúðinni sinni í Miami”. Hann segist eyða $65.000,- á ári í siglingar en hann framfleytir sér með fjármálaráðgjöf gegnum fartölvu sem hann starfrækir í reykingarsvæði skipsins.

  Meet the Happiest Guy In The World heitir heimildarmynd sem gerð hefur verið um “Super Mario” eins og hann er kallaður – smellið hér.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSVALA (42)
  Næsta greinSAGT ER…