BYGGÐARLÖG FYLLAST AF LÍFI

Arnarstapi / mynd / steini pípari

Steini pípari sendir myndskeyti:

Ég hef verið óþreyjufullur að komast í ljósmyndaferð. Ég lét verða af því 19. maí og fór ég ásamt félaga mínum um Snæfellsnesi. Í hverri höfn var iðandi líf. Á Arnarstapa voru öll bílastæði full, húsbílar á staðnum. Greinilegt var að dugnaðarforkar höfðu komið sér fyrir með fjölskyldu í útilegu yfir strandveiðitímabilið. Byggðarlög sem ella myndu lognast út af fyllast af lífi. Þessi byggðarlög urðu til þegar þjóðin átti fiskinn í sjónum og gat sótt hann að vild. Síðan var hann tekinn af henni. Með strandveiðinni var litlum hluta hans skilað til baka með þessum líka glimrandi árangri.

Auglýsing