BUXNANOTKUN KVENNA

Þeir hlógu sig máttlausa af vitleysunni.

Steini pípari sendir myndskeyti:

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur er í Reykjavíkur Akademíunni þar sem haldnir eru fyrirlestrar svo sem um buxnanotkun kvenna og annan fróðleik. Haukur er eindregið á móti þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til hér á landi til að minnka útbreiðslu kófsins. Hann hefur bent á að fjöldi lækna sem leikra hafa mótmælt þeirri frelsisskerðingu sem sóttvarnarreglur hafa í för með sér. Hann nefnir ekki hina – mun fleiri – sem eru fylgjandi sóttvörnum.

Þegar núverandi bylgja hófst voru lítil höft og menn orðnir lítt varir um sig. Við sjáum afleiðingarnar.

Steini og Haukur.

Þeir læknar sem Haukur vitnar til vilja gefa öllum sem ekki eru í áhættuhópi nánast óheft frelsi. Þeir eiga að viðhafa handþvott og fjarlægðarmörk en annars gera það sem þeim sýnist. Það er útilokað að allir hlýði, sérstaklega þegar niðurrifsmenn tala á móti slíku. Það var einmitt þeir hópar sem eru aðal uppistaða bylgjunnar nú. Það eru þeir hópar sem eru lykilstarfsmenn í fyrirtækjum og í heilbrigðiskerfinu. Þá hafa rannsóknir sýnt að enginn er óhultur. Menn deyja þó þeir séu ekki í áhættuhópi. Unga fólkið getur borið verulegan skaða þó það veikist ekki alvarlega. Það er meira að segja mikill meirihluti sem enn á við erfiðleika að glíma mörgum mánuðum eftir að „bata“ er náð.

Það hefur verið sýnt fram á hver dreifingin verður með því frelsi sem Haukur boðar. Það er einfalt reikningsdæmi sem sýnir að hún verður miklu hraðari en heilbrigðiskerfið ræður við. Þetta sást í útlöndum í byrjun faraldursins. Það þýðir að ofan á dauðsföll af völdum sjúkdómsins koma þau sem stafa af skertri þjónustu við aðra. Með slíkri dreifingu er ekki hægt að vernda einhverja hópa því þeir þurfa þjónustu hinna sem dreifa veirunni hratt milli á sín.  Ég segi bara við Hauk og hans fylgjendur æ!æ!

Auglýsing