BURT MEÐ FORSETAEMBÆTTIÐ

  Forseti ætti að vera kosinn af meirihluta þjóðarinnar. Það er ekkert að marka síðustu kosningar.

  Þegar Guðni Th. var fyrst kosinn 2016 þá fékk hann rúlega 39% atkvæða sem þýðir að rúm 60% kjósenda kaus hann ekki. Það ætti þá að endurkjósa milli tveggja efstu þegar enginn fær meirihluta. Ég hugsa að Halla hefði átt góðan séns í að vinna þær koningar. Það voru tæp 18.000 af þeim sem kusu síðast sem kusu hann ekki. Bæði þeir sem kusu Guðmund Franklín (sem átti í raun ekket erindi í framboð ) og þeir sem skiluðu auðu og ógildu. Og svo voru þeir sem kusu ekki. Það segir eitthvað. Ætti helst að leggja embættið niður og láta forsetisráðherra gegna hlutverkinu.

  Já, af hverju ekki?

  Við vorum einstaklega heppin þegar Vigdís var kosin 1980 með rúmlega 1/3 hluta atkvæða. Hún reyndist afburða manneskja í embættið. Réttur einstaklingur á réttum stað á réttum tíma. Hún heillaði alla sem hún átti í samskiptum við, talaði frönsku og hafði góðan húmor.

  Ólafur Ragnar fékk 41.6% atkvæða 1996 og hefur það eflaust verið vegna þess að hann var þekkt persóna og svo var hann kvæntur einstaklega geðugri konu, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, sem eflaust hefur vegið þungt þegar kom að vali forseta. Hin öll voru nánast óþekkt þorra þjóðarinnar, ágætis fólk án andlits.

  Mér fannst Ólafur Ragnar vera betri og skemmtilegri þingmaður en forseti. Hann var ráðríkur og oft óþægilegt fyrir forsætisráðherra. Að hafa hann úti í heimi talandi um hluti eins og hann væri aðal spaðinn, þegar hann í raun var valdalaus, en kom sínu fram því hann kunni trixin.

  Hafandi sagt þetta þá er ég á þeirri skoðun að:

  Í allri sinni einfeldni ætti að leggja niður þetta embætti í þessari mynd því það er í raun alveg tilgangslaust. Forsætisráðherra ætti að vera hinn eini og sanni forseti landsins og gegna þessu hlutverki. Flytja á Bessastaði o.s.frv. Út um allan heim eru æðstráðandi landa fulltrúar síns lands svo afhverju ætti okkar æðstráðandi ekki geta gert það líka.

  Það er óþægilegt fyrir forsætisráðherra og ríkisstjórn sem fer með valdið að þurfa sínkt og heilagt að vera að taka tillti til og vera í mömmuleik við valdalausan forseta sem getur tekið uppi á hverju sem er og sagt hvað sem er úti í heimi og allsstaðar. Svo ég tali nú ekki um allar fálkaorðurnar sem hann dreifir ótímabært.

  Að loknum alþingiskosningum gæti forseti Hæstaréttar gefið sigurvegara þeirrar kosningar tækifæri til að mynda stjórn. Og ef svo kæmi til þess að Alþingi semdi lög sem þættu umdeilanleg má alltaf kalla eftir þjóðaratkvæðageiðslu ef málið er svo brýnt. Aftur undir handleiðslu forseta Hæstaréttar.

  En þetta er nú bara mín skoðun.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.36 – Smellið!

  Pistill no.35 – Smellið!

  Pistill no.34 – Smellið!

  Pistill no.33 – Smellið!

  Pistill no.32 – Smellið!

  Pistill no.31 – Smellið!

  Pistill no.30 – Smellið!

  Pistill no.29 – Smellið! / Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing