BÚLGARÍA BIÐUR ÍSLAND UM HJÁLP Í EUROVISION

  Victoria í tveimur hlutverkum í lagi sínu The Funeral Song

  Búlgaría býður Eurovision áhorfendum og tónlistarunnendum frá Íslandi, sem og öðrum löndum hvaðan af úr heiminum, að taka þátt í valinu á fyrir Eurovison 2021. Balkanlandið bauð VICTORIA að koma fram aftur fyrir þeirra hönd. En hún var talin ein af þeim líklegustu til að vinna í Rotterdam í fyrra, áður en keppninni var frestað. Nú kemur kemur sú búlgarska og „dark pop“ söngkona með 6 lög og leitar af aðstoð til að taka lokaákvörðun fyrir keppnina.

  VICTORIA setti af stað Bulgaria2021.com – netsvæði þar sem tónlistarundendum héðan og þaðan geta haft skoðun og sent ábendingar á þessum mögulegum lögum fyrir Rotterdam. Lokaákvörðun er að sjálfsögðu í höndum listamannsins og teyminu hennar, en allar athugasemdir sem koma fyrir þann 28. febrúar verða teknar til skoðunar.

  Það eru sex möguleg lög sem geta orðið fyrir valinu sem framlag Búlgaríu 2021; „Imaginary Friend“, „Growing up is getting old“, „Dive into unknown“, „Phantom Pain“, „The Funeral Song“ og „Ugly Cry“. Lögin verða hluti af hennar fyrstu smáskífu „little dramatic“, sem kemur út á öllum streymisveiturm þann 26. febrúar. Lokaákvörðun búlgarska teymisins verður tilkynnt í byrjun mars.

  Sérstaka rödd VICTORIA og stíll hennar gerir hana ein björtustu vonum nýrra listamanna frá austur Evrópu. Eurovision 2020 lagði hennar „Tears Getting Sober“ segir sögu þess að yfirkomast kvíða og sársauka, og geta haldið áfram. Lagið var talið eitt það líklegast til að vinna ásamt íslenska laginu „Think About Things“ eftir Daða og Gagnamagnið áður en hætt var við keppnina.

  VICTORIA elskar dýr, tók að sér fjóra heimilislausa hunda, á líka kanínu og páfagauk. Hún er opinber evrópskur fulltrúi Earth Hour og fyrsti Eurovision listamaðurinn til að koma fram á Sofia Pride.

  Evrópska söngvakeppnin 2021 verður haldin þann 18., 20. og 22. maí. Ísland mun taka þátti í seinni undankeppninni þann 20. maí ásamt Búlgaríu.

  Auglýsing