BÚHNYKKUR HJÁ STORYTELL

    Óskar í Storytell.

    “Ekki voru Dýrbítar búnir að vera lengi á Storytell þegar tölurnar í sjóðsbókinni tóku að hækka svo mjög að ráðist var í að kaupa sjálft Forlagið sem gaf bókina út,” segir Óskar Magnússon rithöfundur, lögmaður og bóndi í Fljótshlíð sem einmitt hefur nýlokið að lesa bók sína, Dýrbítar, inn hjá Storytell. Og heldur áfram:

    “Allir höfundar ættu að fagna þessum tíðindum. Unnendur bóka eiga að ráða því á hvern hátt þeir njóta þeirra. Pappír, rafbækur, hljóðbækur. Nýlega sýndi stærsti (eini?) bóksali landsins frekjulega einokunarburði og flæmdi burt lítið forlag sem nú berst í bökkum. Höfundar létu ekki í sér heyra; önnur forlög varla.

    Bóksala hefur minkað um 50 prósent á fáum árum. Við þessar aðstæður er eðlilegt og rétt að leita allra ráða. Eignarhald Storytel á Forlaginu mun reynast framfaraskref sem opnar höfundum nýjar víddir.”

    Auglýsing