Þann 18. apríl næstkomandi (síðasta vetrardag) mun Bubbi í fyrsta skipti flytja ásamt hljómsveit og í heild sinni 2 af sólóplötum sínum.
Það sem meira er og er fréttnæmt er að hann mun flytja öll lögin í upprunalegu útgáfunum eins og þau koma fyrir á plötunum. Bubbi valdi plöturnar Kona sem kom út árið 1985 og Sögur af landi sem kom út 1990. Þær eru báðar taldar til stærri meistaraverka Bubba og eru þar mörg af hans þekktustu og vinsælustu lögum í bland við minna þekkt en frábær lög.
Af þekkustu lögunum má nefna Rómeó og Júlía, Talað við gluggan, Systir minna auðmýktu bræðra, Stúlkan sem starir á hafið, Syneta, Fjólublátt flauel svo einhver séu nefnd.