BRYNJAR MEÐ SUMARFRÍSKVÍÐA

    “Ég fæ alltaf kvíðaverki þegar kemur að sumarfríi,” segir Brynjar Níelsson alþingismaður og það er vegna þessa:

    “Þá þarf að fylgja fyrirmælum frá öðrum en flokksforystunni og maður veit aldrei hvað gerist næst. Stöðugleikinn hverfur og það er eins og kippt sé undan manni fótunum. Nú heyrir maður ekki lengur ræður stjórnarandstæðinga sem maður gat gengið út frá að væru eins alla daga. Engin upphlaup og æsingur út af engu og engin yfirboð og sýndarmennska. Vona að menn fari nú ekki að gera alþingi að fjölskylduvænum vinnustað.”

    Auglýsing