BROSTIÐ HJARTA VEGNA ÚTLENDINGA

    “Ég hef verið í samskiptum við töluverðan fjölda af erlendu starfsfólki undanfarna mánuði. Hjartað á mér brotnar þegar ég hugsa um það sem margir af þessum einstaklingum hafa þurft að ganga í gegnum hérlendis,” segir Nanna Hermannsdótir hagfræðinemi og í stjórn ungra jafnaðarmanna.

    ” Á sama tíma er Ísland kynnt sem jafnréttisparadís. Fólk kemur hingað í þeirri trú að á Íslandi sé jafnrétti kynjanna náð, allir standi jafnfætis og að vinnumarkaðsbrot séu ekki til. Þetta er, eins og við flest vitum, ekki rétt. En gerum við okkur grein fyrir hve slæm staðan er? Ég gerði það að minnsta kosti ekki fyrr en ég fór að eiga samtal við þessa einstaklinga. Þetta er fólk sem er oft í svo viðkvæmri stöðu að það þorir ekki að leita sér hjálpar. Það þorir ekki að sækja réttindi sín. Réttindi sem okkur hinum þykja sjálfsögð. Á Íslandi erum við með mun sterkari verkalýðsfélög en þekkist í mörgum öðrum löndum. Það sterk að okkur finnst réttindi sem koma fram í kjarasamningum sjálfsögð og vitum að atvinnurekendur mega ekki brjóta á þeim. Afhverju gilda aðrar reglur um útlendinga?”

    Auglýsing