BRÓÐURMINNING

  Bræðurnir Árni og Þorsteinn.

  Árni Sigfússon fyrrum borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri í Reykjanesbæ minnist bróður síns sem snögglega féll frá:

  “Elskulegur bróðir minn, Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí s.l. Hann var nýorðinn 65 ára. Þetta er okkur öllum hans nánustu reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka.

  Við Þorsteinn Ingi, stóri bróðir, fylgdumst að frá barnæsku í Vestmannaeyjum, enda ekki nema tveggja ára aldursmunur. Uppfinningar hans litu snemma dagsins ljós og þá var gott að eiga áræðinn litla bróður sem var til í láta á reyna. Við vorum bestu vinir alla tíð. Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur bernsku- og unglingsár rétt eins og fram á síðustu stundu.

  Hér er ekki ætlunin að þylja hið mikla framlag sem bróðir minn lagði til samfélagsins, hvernig glíma hans var að beisla þekkinguna inn í atvinnusköpun, eða þylja þær opinberu viðurkenningar sem hann hlaut. Í mínum huga eru sterkari viðurkenningar fólgnar í áhrifum hans á fólk, á okkur hans nánustu, í börnum hans og ljósinu hans í lífinu, Beggu.
  Ég kveð elsku bróður minn í sárum söknuði.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinLUNDAR IN LOVE