BRJÓSTAHALDARI – 21 KRÓNA Á DAG

“Á ég að fagna 200. deginum sem ég nota brjóstahaldarann minn, eða er það sorgardagur sem ber lúðahætti mínum slæmt vitni?” spyr Unnur Margrét lýðheilsu og stjórnmálafræðingur og bætir við:

“Brjóstahaldarinn hefur gefið upp öndina eftir 222 daga í þjónustu. Lokaniðurstaða: 21 kr. per notkun. Nú set ég hann í frystinn þar til vorar og ég get grafið hann í garðinum með þeirri viðhöfn sem hann á skilið.”

Auglýsing