“BRJÁLÆÐISLEGUR KOSTNAÐUR” VIÐ SUNDLAUGAVERKEFNI

    Sæla í sundi.

    Sundkona sendir póst:

    Nú stendur yfir hjá Reykjavíkurborg verkefnakosning. Sjálf tel ég að bæði sé kaldur pottur tímabær í Vesturbæjarlaug og svo infrarauð sauna sem er að ryðja sér til rúms í flestum laugum.

    Kostnaðurinn er hreint brjálæðislegur; 53 milljónir fyrir kaldan pott og 40 milljónir fyrir infrarauða saunu – goddi.is selur infrarauða klefa fyrir heimahús og kostar klefi fyrir þrjá til að sitja í um 310.000 krónur.

    Auglýsing