BREYTIR ARGENTÍNU Í ÍBÚÐIR

  Júlíus og frú standa í stórræðum á Barónsstíg.

  Drangáll ehf, Ásvallagötu 77, hefur sótt um til byggingafulltrúans í Reykjavík að breyta Barónsstíg 11A í atvinnu – og íbúðarhúsnæði og hækka um tvær hæðir. Barónsstígur 11A hýsti um áratugaskeið steikhúsið Argentínu sem var það vinsælasta í bænum þar til halla fór undan fæti og endaði með gjaldþroti.

  Sótt um notkunarbr. úr veitingahúsi í atvinnu- og íbúðarhúsn. Hús verði skráð 11A. Ósk um leyfi til að hækka íbúðarhús um 2 hæðir – í tvær íbúðir. Einnig er sótt um að hækka hús nr. 11B um tvær hæðir, úr tveimur hæðum í þrjár hæðir og ris, sameina mhl.01 (hús nr. 11A) og mhl.02 (hús nr. 11B) og skrá húsnæðið sem Barónsstíg 11A á lóð nr. 11A við Barónsstíg. Frestað. Vísað til athugasemda.

  Drangáll ehf er í sameiginlegri eigu hjónanna  Júlíusar Þorfinnssonar framkvæmdastjóra Stoða (fasteignafélags gömlu Bónusfjölskyldunnar) og Þórunnar Ásdísar Óskarsdóttur.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinEYJARUGL
  Næsta greinSCHWARZENEGGER (73)