Sótt hefur verið um að breyta Sóleyjargötu 25, þar sem hafa verið fjórar orlofsíbúðir á vegum Kennarasambandsins, í i eina íbúð. Húsið var upphaflega teiknað sem einbýlishús en er í dag innréttað sem 4 íbúðir. Kennarasambandið keypti húsið árið 2002 fékk leyfi til að breyta húsinu í orlofsíbúðir.
Húsið sem var teiknað af Sigurði Guðmundssyni stendur á 958 fm eignarlóð það var selt árið 2022 á 230 milljónir og er eitt af dýrsutu einbýlishúsum í vesturhluta borgarinnar.
–
“Sótt er um leyfi fyrir smávægilegum útlitsbreytingum og til þess að breyta innra skipulagi þannig að í stað fjögurra orlofsíbúða verður gerð ein íbúð, jafnframt er þess farið á leit að felld verði niður kvöð um að ekki megi hafa fasta búsetu í einbýlishúsi á lóð nr. 25 við Sóleyjargötu. Erindi fylgir yfirlit breytinga á afriti aðaluppdrátta samþykktum 8. maí 2002. Gjald kr. 14.000.”