“Það er fátt sem gleður mann meira en að hlusta á fallegan fuglasöng, þessi ágæta kona hefur séð ástæðu til þess að gleðja mig með því að gefa mávunum rétt við húsgaflinn hjá mér. Ef einhver þekkir þessa konu þá þætti mér vænt um að einhver segi henni að ég sé mjög glaður og þurfi ekki á meiri gleði að halda frá þessum anskotan mávum,” segir Tryggvi Jónsson íbúi í Breiðholti og yrkir:
Máva ger af manna völdum
matinn vilja sinn.
Vargurinn á kyrrum kvöldum
kvelja mannsins skinn.
Geir Ágústsson íbúi í sama hverfi tekur undir með annarri vísu:
–
Ekki skaltu ýfast yfir,
ofurlitlum mávafundi.
Alltaf loftisins rotta lifir,
ofurlitlum mávafundi.
Alltaf loftisins rotta lifir,
á leifum, brauði og kattabrundi.
–