BRÉFAHNÍFUR ÚR GULLFOSSI KEMUR Í LEITIRNAR

Hann er stílfagur þessi bréfahnífur með farþegaskipið Gullfoss líkt og fljótandi í skaftinu. Haraldur Ögmundsson fann hann og segir:

“Þessi gripur var að koma í leitirnar eftir að hafa verið áratugum saman ofan í geymslukassa. Minjagripur frá M/S Gullfos.”

Farþegaskipið Gullfoss var flaggskip Eimskipafélags Íslands um árabil og lifir enn í minningu ótalmargra Íslendinga. Skipið sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands á árunum 1950 til 1972. Margir eiga minningar frá þessum tíma, gerð hefur verið heimildarmynd um skipið og margir kannast við lagið Gullfoss með glæstun brag sem greiðir oss heillarför sem Elly Vilhjálms syngur hér ásamt Ragnari Bjarnassyni:

Auglýsing