BREAKING NEWS!

  Hjá Ríkisútvarpinu vinna mörg hundruð manns en stofnunin þurfti samt að leita til almennings til að þýða orðtakið “Breaking News” sem stundum þarf að nota í fréttatímum.

  Almenningur brást við en Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum þingkona, hitti naglann á höfðuðið á undan öðrum:

  Ólína Þorvarðardóttir: Ég legg til orðið ‘leifturfrétt’ yfir enska hugtakið ‘breaking news’.’ Leifturfrétt vísar til nýrrar stórfréttar sem rafmagnar andrúmsloftið og lýsir upp umhverfið í einni svipan eins og þegar elding klýfur loftið.

  Þorgrímur Gestsson: Einfaldlega: Ný frétt! Ef alltaf er talað um “stórfrétt” þegar ný frétt berst, hvað á þá að setja þegar virkileg stórfrétt kemur? Úlfur, úlfur?
  Guðmundur Halldórsson: Leifturfrétt er gott nafn eins og Ólína kemur með…..

  Guðmundur Jónsson: Leifturfrétt er gott – sú frétt getur verið stór frétt eða leiðrétt frétt. Þetta er bara ný frétt

  Aldís Unnur Guðmundsdóttir: Kallast aðeins á við það að við höfum kallað „flashbulb memory“ leifturminni í sálfræðinni.

  Jónas Þrastarson: Flestir held ég ađ tengi orđiđ leiftur viđ eitthvađ fljótt eđa eldsnöggt, sérstaklega þeir sem hafa séđ teiknimyndirnar þar sem ađalsöguhetjan er Leiftur McQueen í formi kappaksturbíls.

  Jóhannes Sigurjónsson: Snjallt. Orðhög að vanda.

  Björn Davíðsson: Þetta er nú meira dramað. Ný frétt – hvað er að því?

  Eggert Stefánsson: Leifturfrétt er ágætt orð fyrir “breaking news”. Stórfrétt líka. Hvar skyldu mörkin vera á milli “nýrrar fréttar,” “stórfréttar” og “leifturfréttar” ?

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinÁN ORÐA
  Næsta greinSAGT ER…