BRÆÐUR Í BASLI

  Lýður Ægisson hefur verið í fréttum þar sem honum er gert að greiða stórfé fyrir að flytja á milli deilda á hjúkrunarheimilinu Eir – sjá frétt hér.

  Á meðan er Gylfi Ægisson að frjósa í hel á tjaldsvæðinu í Laugardal og prýðir einnig forsíðurnar fyrir bragðið.

  Það sem færri vita er að Lýður og Gylfi eru bræður; Lýður 69 ára og Gylfi tveimur árum eldri. Báðir eru þeir tónelskir svo af ber og hafa gefið út plötur sem notið hafa vinsælda og borið hróður þeirra víða.

   

   

  Auglýsing