BORGUÐU EVRÓPUMEISTARATITIL MEÐ NÁMSLÁNUM

    “Í dag fyrir 7 árum síðan urðum við, 16 stelpur, tvöfaldir Evrópumeistarar. Við borguðum: æfingargjöld, æfingaferð og keppnisferðina. Margar hverjar gerðu það með námslánum. Mér finnst þetta bara svo geggjað,” segir Glódís Guðgeirsdóttir, afrekskona í íþróttum.

    “Þegar við unnum fyrst, árið 2010, borguðum við meira segja fyrir alla “demantana” á búningunum okkar. Mótið var þá ekki einu sinni sýnt á Íslandi. Við vorum brautryðjendur sem olli því að fimleikar á Íslandi blómstruðu. Það sem ég er að reyna að segja er að ég er ógeðslega stolt. Ég má monta mig og gráta smá.”

    Auglýsing