BORGIN STYRKIR BLAÐAÚTGÁFU

    Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í vikunni að styrkja fyrirtækið Borgarblöð ehf. um 800 þúsund krónur vegna útgáfu Breiðholtsblaðsins og Vesturbæjarblaðsins.

    Ekki er vitað til að aðrir fjölmiðlar í Reykjavík njóti þessarar fyrirgreiðslu í borgarkerfinu en búast má við að þeir vakni margir hverjir til lífsins og sendi inn umsókn um sambærilegan fjárstyrk.

    Auglýsing