BORGIN KAUPIR ÞRJÁ ÖSKUBÍLA Á 212 MILLJÓNIR

Sorphirða í Reykjavík 1966. Mynd / Þjóðminjasafnið.
Reykjavíkurborg hefur keypt þrjár sorphirðubíla á 212 milljónir eftir útboð sem var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Hver bíll leggur sig því á um 70 milljónir.
Borgarstjóri tekur til hendinni í sorphirðu.

Eitt fyrirtæki skilaði inn tilboði: Klettur – sala og þjónusta ehf. Tilboðsfjárhæð samtals: 212.085.410,- kr. m. vsk. Kostnaðaráætlun Umhverfis- og skipulagssviðs var 190.000.000,- kr. m. vsk. Innkaupaskrifstofa hefur framkvæmt skoðun á fjárhag Kletts – sölu og þjónustu ehf. og staðfest að fyrirtækið hefur staðist skoðun. Skrifstofa umhverfisgæða hefur yfirfarið tæknilegar kröfur útboðsins. Niðurstaðan er að boðnar sorphirðubifreiðar samræmist útboðsgögnum. Lagt er til að tekið verði tilboði Kletts – sölu og þjónustu ehf.

Auglýsing