BORGARTOPPUR Í ÞYRLU Í KÆSTA SKÖTU

    Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu Reykjavíkur flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar í vestur á firði þar sem hún var látin síga niður í veislu sem beið hennar:

    “Ógleymanlegri ævintýraferð var að ljúka þar sem ég fékk að fara í þyrluflug með Georg Kristni Lárussyni og Landhelgisgæslunni til Suðureyrar í Súgandafirði, síga niður úr þyrlunni í brattar hlíðar Klofnings og gæða mér á vel kæstri skötu í boði Ævars Einarssonar Hvas og félaga,” sagði hún alsæl eftir þetta skemmtilega ferðalag.

    Áshildur var ráðin forstöðumaður Höfuðborgarstofu úr hópi 39 umsækjenda þegar Einar Bárðarson lét af störfum fyrir tveimur árum.

    Auglýsing