BORGARSTJÓRI GAF BLÓMAKAUPMÖNNUM BÍLASTÆÐI

    Blómakaupmennirnir í Barónessunni á Barónsstíg eru himinlifandi yfir rausnarskap meirihluta borgarstjórnar sem var að gefa þeim heilt bílastæði fyrir framan búðina. Stæðið geta þeir notað sem sýningarpláss fyrir öll blómin.

    Blómakaupmennirnir í Barónessunni höfðu fengið athugasemd frá eftirlitsmanni borgarinnar vegna blómaútstillinga á gangstétt sem þóttu hamla ferð gangandi. Þegar það fréttist fengu þeir afsökunarbeiðni frá borginni og spurðir hvort ekki mætti gefa þeim heilt bílastæði fyrir utan búðina fyrir blómin.

    “Já, takk,” sögðu þeir og nú er búið að mála bílastæðið appelsínugult, fullt af blómum og enginn bíll leggur þar í nánustu framtíð.

    Þá er spurt: Má borgarstjóri gefa bílastæði?

    Auglýsing