BORGARSTJÓRABLÚS

  Dagur afhendir Ólafi lykla að skrifstofu borgarstjóra en náði þeim aftur.

  “Ljóð mitt Auðtrúa frá 11. desember 2016 – er 10. ljóðið í óútkominni 2. ljóðabók minni, “Staldraðu við”, segir Ólafur F. Magnússon fyrrum borgarstjóri í Reykjavík og bætir við: “Það fjallar m.a. um undirferli og banvæna atlögu “læknisins” Dags B. Eggertssonar gegn mér árin 2007-2013.”

  Ef veikist þú vottorði skila átt,
  varla er neitt bogið við það?
  Þú mátt þín samt lítils og megnar fátt,
  ef mannorð er troðið í svað.

  Áhlaup með vottorð að vopni skal gert,
  varnir þú hefur fáar.
  Vanhæfur sagður og vitlaus þú sért
  og vitsmunafrumurnar smáar.

  Það var svo árið tvöþúsundtólf,
  að tryllingsleg lögsókn var gerð.
  Sást þó hvergi í sigð né kólf
  og síst í Dagseggsins sverð.

  En ég er á lífi enn í dag
  og ei mun sá dagur líða,
  án þess ég auki minn yndishag.
  Að óvinum setur kvíða !

  ÓFM 11. desember 2016.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinTOBBA Í SÓTTKVÍ
  Næsta greinDIDDÚ (65)