BORGARLÍNA DRAUMUR Í DÓS

  Draumórar heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Það er að vísu nokkuð erfitt að spá um framtíðina en eitt er þó nokkuð víst. Við breytum ekki hegðun fólks auðveldlega.

  Draumórafólkið sem stjórnar Reykjavíkurborg hefur lýst yfir stríði gegn einkabílnum. Fyrst gerir það sáttmála við ríkið til uppbyggingar umferðaræða í borginni. Meginhluti fjárins sem samið var um á að stuðla að greiðari umferð einkabíla en einnig á að auka veg almenningsvagna með svokallaðri Borgarlínu. Sáttmálann við ríkið gerir ráð fyrir nærri 60 milljörðum í stofnvegi, öryggi og ljósastýringar til að greiða fyrir umferð en tæpum 50 milljörðum í Borgarlínu.

  Ekkert bólar á skipulagi megin verkefnisins þ.e. að greiða fyrir umferð. Eingöngu er skipulagðar leiðir fyrir strætó enda væri annað í andstöðu við yfirlýsingar borgarfulltrúa.

  Hvernig á maður að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum þegar orð þeirra og samningar eru einskis virði. Auðvitað geta borgaryfirvöld ekki breytt því að bifreið er nauðsyn á Íslandi. Þar ræður fámenni, dreifð byggð og veður. Vonandi átta kjósendur sig á hvers konar glapræði stefna borgaryfirvalda er og velja aðra flokka í næstu kosningum. Það er sko neytandinn sem ræður í lýðræðisþjóðfélagi.

  Auglýsing