BORGARFULLTRÚI FLÝR BLAUTA ROKRASSGATIÐ

    Katrín fyrir og eftir vonda veðrið.

    “Djöfull hlakka ég til að komast af þessu blauta, kalda rokrassgati á fimmtudaginn,” segir Katrín Atladóttir nýr borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík en hún er á leið til Frakklands í vikunni. Mælir hún þar fyrir munn margra borgarbúa

    Katrín Atladóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1980 og ólst upp í Kópavogi til 9 ára aldurs þegar hún flutti í Langholtið í Reykjavík. Foreldrar Katrínar eru Atli Arason og Guðný Eiríksdóttir. Katrín er gift Sveini Friðriki Sveinssyni og eiga þau tvö börn, Atla og Kötlu. Fjölskyldan býr nú í Laugarnesinu. Katrín er hugbúnaðarverkfræðingur, starfaði í Landsbankanum fyrir hrun, hjá Exista eftir hrun og svo hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP Games þar til hún var kosin í borgarstjórn.

    Auglýsing