BORGARFULLTRÚAR SKAMMTA SÉR 14 ÞÚSUND KRÓNA LAUNAHÆKKUN

    Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur hefur skrifað forsætisnefnd borgarstjórnar bréf þar sem segir:

    „Hér með tilkynnist forsætisnefnd að skrifstofa borgarstjórnar hefur gert breytingar á launum kjörinna fulltrúa til samræmis við breytingar á launavísitölu m.v. 1. janúar 2019. Grunnlaun borgarfulltrúa verða eftir breytinguna kr.742.357 (voru áður kr.726.748) og starfskostnaður verður kr.53.613 (var áður kr.52.486).”

    Um miðjan desember var greint frá góðum kjörum borgarfulltrúra hér.

    Auglýsing