BORGARAR OG FRANSKAR Í HÆSTU HÆÐUM

    Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra vígir McDonalds á Íslandi 1993 með BigMac sem kostaði þá um 500 krónur.

    Finnst orðið standard að hamborgarastaðir á Íslandi séu að bjóða uppá 2500-3500 krónur fyrir máltíð. Finnst þetta ekki sanngjarnt verð þannig held áfram að styðja vini mína á miðausturlensku kebabveitingastöðum höfuðborgarinnar sem ennþá eru með sanngjörn verð,” segir Einar Sigurðsson áhugamaður um matarmenningu.

    Þórir Grétar: “Djöfull er ég sammála þér, athuga samt að Vitabar býður upp á mjög sanngarnt verð. Ostborgari með frönskum og sósu á 1.590 krónur.”

    Sindri Jónsson: “Ostborgari franskar og gos 1880 krónur í nýju sjoppunni, Flatahraun 21.”

    Auglýsing