BORGAR SIG VARLA AÐ KAUPA STRÆTÓMIÐA

    Hildur er góð í reikningi.

    “Hvenær ætlar “Strætó bs.” að bjóða upp á að það borgi sig að kaupa strætómiða?” spyr Hildur Embla Ragnheiðardóttir og færir rök fyrir máli sínu:

    Gamall strætómiði – 60 ára.

    “Það að kaupa 20 miða á 9.300kr í stað þess að staðgreiða 20 ferðir sem kosta þá 9.600kr er ekki mikil þjónusta. Ef einn miði tapast eru kaup strætómiðanna komin í tap. Ef vinahópur ætlar að skreppa í 101RVK kostar ferðin í strætó 1.860kr ef allir greiða með miða, 1.920kr ef þau staðgreiða. Mismunurinn á að vera hagsýnn og kaupa miða eða staðgreiða er í þessu tilviki 60kr, eða 120kr báðar leiðir. Ég vil sjá að fólk sem er á bíl sjái hag í að nota strætó stundum. Að það borgi sig að kaupa miða. Í tilfellinu með bæjarferðina er mikið ódýrara að fara á eigin bíl þó svo þau leggi í bílastæðahúsi og greiði ákveðinn tíma.”

    Auglýsing