BORÐAÐI 30 KLEMENTÍNUR Í RÖÐ

  Samfélagsdeildin:

  Í sumar komu næstum 300 bílstjórar til landsins á vegum starfsmannaleiga og fóru í afleysingar hjá ýmsum hópferðafyrirtækjum svo sem Hópbíla, Kynnisferða, Gray Line og Strætó.

  Nokkrir þessara manna voru sendir til baka því þeir kunnu ekki að keyra langferðabíla þó svo skírsteinin segðu annað.

  Bílstjórarnir leigja margir 5 fermetra herbergi hjá starfsmannaleigunni á 75.000 á mánuði og svo þurfa þeir að borga 30.000 á mánuði í flugfargjald.

  Svo illa haldnir eru bílstjórarnir að fái þeir frítt að borða éta þeir sig alveg á gat. Einn erlendur bílstjóri hjá Strætó BS borðaði 30 klementínur í röð og búnkinn af berki líktist litlu fjalli. Annar borðaði 10 banana í röð.

  Á Keflavíkurflugvelli er farið að skammta matinn því bílstjórarnir voru farnir að mæta með box til að fylla á eftir að þeir fengu að borða – til að eiga til kvöldsins.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinTORG Í BIÐSTÖÐU
  Næsta greinSAGT ER…