BÓNDI ER BÚSTÓLPI – BÚ LANDSTÓLPI OSFRV.

  Bændur eru bjargvættir heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Þegar ég var ungur voru ótrúlegustu vörur framleiddar hér. Síðan kom EFTA og þáverandi iðnaður stóðst ekki samkeppnina. Okkur hefur tekist að vernda landbúnaðinn en nú getur hann dáið drottni sínum ef við leyfum óheftan innflutning erlendis frá.

  Steini pípari með ljáinn.

  Er ekki öllum skítsama? Vilja menn bara ekki fá ódýrt, hvar sem það er framleitt?

  Samkeppni á jafnræðisgrundvelli leiðir til hagkvæmni. Íslenskur landbúnaður keppir hins vegar ekki á jafnréttisgrunni og kemur þar margt til, smæð landsins, veðrátta o.fl.

  Við skulum þá líta á hina hliðina. Hvað græðir þjóðfélagið á landbúnaði? Ríkið niðurgreiðir framleiðsluna. Þegar við lítum á hagkvæmnina verðum við að skoða hverjir heildar skattar ríkisins eru af öllum fyrirtækjum og öllum launamönnum sem byggja sitt á landbúnaði. Mig grunar að dæmið verði þá ekki eins óhagstætt og af er látið.

  Ýmis önnur rök eru fyrir íslenskum landbúnaði svo sem fæðuöryggi dreifing byggðar og atvinna fjölda manna. Án landbúnaðar færu stórir hlutar landsins í eyði og eftir sæti 2-5 kjarnar.

  Hvað getum við gert?

  Það þarf að ráðast að vandamálum landbúnaðar með opnum huga. Það þarf að stækka bú og gera þau hagkvæmari. Á móti þarf að virkja bændur í náttúruvernd og uppgræðslu lands og takmarka beit við bestu svæðin. Risastór bú geta auðveldlega orðið framleiðslufyrirtæki sem geta selt afurðir milliliðalaust til neytenda. Bæði þarf að beita sjálfvirkni og einnig að ráða fólk í framleiðsluna, sama fólk og hefur til þessa starfað í fyrirtækjum landbúnaðarins. Það er óásættanlegt að auðmenn hækki svo verð á jörðum að bændur geti ekki keppt við þá. Það leiðir til eyðibyggða. Það þarf hugmyndasmiði í klasa fyrir landbúnað þar sem mynduð er ný sýn á framtíð landbúnaðar og öllum steinum hreyft. “Þannig er þetta.”

  Auglýsing