BÖMMER VIÐ BARNASPÍTALA

Hilmar og verkið á Barnaspítalalóðinni.

“Ég varð alltaf smá þunglyndur þegar ég sé þetta verk eftir Sigurð Guðmundsson á lóð Barnaspítala Hringsins,” segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt sem hfur næmt auga fyrir umhverfi sínu:

“Þarna er tré sem virðist hafa staðið af sér skógareld eða kjarnorkusprengju en er samt dautt. Og svo yfirvaxinn stóll úr graniti sem er svo stór að enginn getur látið sig dreyma um að vaxa upp í hann. Svo er verkið staðsett í einskonar beði sem minnir á nýra!

Væri ekki rétt að finna þessu verki annan stað og finna eitthvað örvandi og bjartsýnislegt í staðinn sem gæti glatt börnin sem þarna eru og aðstandendur þeirra?”
Auglýsing