BOLLI BRILLERAR Í FRÍBLAÐINU

  Bolli Kristinsson athafnamaður, lengst af kenndur við Sautján, fer á kostum í heilsíðugrein í Fréttablaðinu í dag í nafni Miðbæjarsamtakanna. Þar svarar hann annarri grein eftir Pál Tómas Finnsson, sem reyndar er búsettur í Danmörku, þar sem Miðbæjarfélagið var sakað um rangfærslur í málflutningi gegn lokun bílaumferðar á Laugavegi og Skólavörðustíg. Bolli segir:

  “Með þessum skrifum sínum gerir Páll Tómas lítið úr baráttu fjölda fyrirtækja sem róa mörg hver lífróður, en undirrituðum er hulin ráðgáta hvað rekur íbúa í Danmörku til að agnúast með slíkum hætti út í baráttu rekstraraðila í miðbæ Reykjavíkur.”

  Sem kunnugt er af fréttum hafa margar verslanir hrakist af Laugavegi eftir að bílaumferð var þar bönnuð:

  “Eigendur flestra þessara verslana hefðu helst af öllu kosið að halda rekstrinum áfram á sínum gamla stað, enda á miðbærinn sérstakan stað í hjörtum okkar allra. Þeir standa aftur á móti margir frammi fyrir þeirri spurningu að glata annaðhvort ævistarfinu ellegar flytja úr miðbænum,” segir Bolli.

  Kannanir hafa sýnt að meirihluti rekstraaraðila í Kvosinni, á Hafnartorgi og Granda styðja lolun Laugavegar fyrir bílaumferð andstætt við kaupmenn sem þar starfa.

  “Kannski halda viðkomandi rekstraraðilar að það auki viðskiptin hjá sér að loka götum annars staðar, hver veit?,” segir Bolli og skýtur svo hugmynd að Páli Tómasi:

  “Hvers vegna tekur þú þig ekki til og berst fyrir lokun gatna í Kvosinni, í nágrenni Hafnartorgs og úti á Granda? Rekstraraðilar á þeim svæðum virðast vera hrifnir af lokuðum götum.”

  Sjá alla greinina hér og tengda frétt hér.

  Auglýsing