BÓKSALA GERT AÐ YFIRGEFA MÁL OG MENNINGU

  Ari Gísli og Garðar - samstarfi lokið.

  “Hann er harður heimur viðskiptanna – maður minn,” segir Ari Gísli Bragason bóksali sem nú hefur verið gert að yfirgefa kjallarann í menningarhúsi Máls og menningar á Laugavegi en þar hefur hann verið með bóksölu frá opnun menningarhússins í fyrra. Skilaboðin fékk hann frá rekstraraðila hússins, Garðari Kjartanssyni fasteignasala. Til stendur að annar bóksali taki yfir plássið en Ari Gísli ber sig þó vel:

  “Það hefur verið skemmtilegt ferðalag frá því Garðar leitaði til mín, með hugmynd sína um að opna og endurvekja húsið að Laugaveg 18, gömlu Mál og menningu. Og hans fólk hefur unnið að opnun staðarins, sem er glæsilegur, við höfum átt gott samstarf við Garðar og eigum vonandi jafngott slútt núna næstu daga í frágangi okkar mála. Enda hef ég á tilfiningunni að við séum, báðir, alveg afburða góðir “samningamenn”.”

  Vegna þessi ætlar Ari Gísli Bragason bóksali að vera með útsölu á bókum sem komið hefur verið fyrir í Máli og menningu og hefst hún í dag, stendur alla helgina og fram á miðvikudag.

  “Gerið góð kaup og klárið að kaupa jólagjafirnar,” segir bóksalinn bara brattur.

  Auglýsing