Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


GRÆNMETISSULTA VELDUR SLAGSMÁLUM Á ÞORRABLÓTI

Lesa frétt ›


NUNNA EIGNAST BARN Á ÍTALÍU

Lesa frétt ›


BRÓÐIR ARNALDAR Í BÚVÖRUNEFND

Lesa frétt ›


HUGLJÓMUN Í KATAR

Lesa frétt ›


HAVANA CLUB FLÆÐIR YFIR USA

Lesa frétt ›SELFIE LÚSAFARALDUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að flensan sem nú herjar á höfuðborgina sé ein sú versta í manna minnum; stöðugt nefrennsli og hitakóf er ekkert á við viðvarandi hósta sem með tímanum verður svo þurr að engu er líkara en marblettir komi á lungun.
Ummæli ›

...að stórleikarinn Atli Rafn, sem leikur Bjart í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu við glimrandi undirtekir, eigi tvítugan son sem stundar nám við Leiklistarkólann en sá heitir einmitt Bjartur - Atlason.
Ummæli ›

...að millinafn samfélagsrýnisins Gústafs Níelssonar sé Adolf.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. GÚSTAF NÍELSSON Í 4. FLOKK B: Hann var lipur á vinstri kantinum jafnt sem snöggur í framlínunni í 4. flokk B í Val aðeins 13 á...
  2. SELFIE LÚSAFARALDUR: Selfie-myndaæðið hefur aukið á lúsafaraldur sem víða geisar; er viðvarandi á leikskólum en hefur...
  3. HUGLJÓMUN Í KATAR: Þorsteinn Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður hjá sport.is, hefur verið við störf í Kadar og fy...
  4. ÞEKKTUÐ ÞIÐ BARNAPÍUR Á AUSTURLANDI 1970?: Þetta er merkileg mynd, tekin á Austurlandi 1965 - 70. Tvær ungar barnapíur með þrjú börn með...
  5. KLEIP RITARA Í RASSINN – FÉKK GLÓÐARAUGA: Ársfjórðungsritið Hrepparígur greinir frá atburði svipuðum þeim (sjá hér) sem varð þegar bróðir ...

SAGT ER...

...að einn umtalaðasti alþingismaður þjóðarinnar síðustu daga, Ásmundur Friðriksson, sé 59 ára í dag. Ási í Eyjum var hann kallaður áður fyrr, athafnasamur fiskverkandi í Vestmannaeyjum, félagsmálatröll, einn af stofnendum Hrekkjalómafélagsins, síðar bæjarstjóri í Garði og alltaf vel studdur af ágætri eiginkonu sinni, Sigríði Magnúsdóttur. Ásmundur er hreinskiptinn, hjartahlýr og einn skemmilegasti maður landsins.
Ummæli ›

...að ljóshærð kona á svörtum Ford Explorer á rauðu ljósi á gatnamótum við Kringluna um miðjan dag í gær hafi ekið af stað á grænu en ekki séð lítin, japanskan bíl sem var fyrir framan hana og ekið hreinlega á hann og ýtti yfir gatnamótin án þess að verða þess vör enda var hún að tala í símann og fórnaði höndum sem vitlaus væri þegar henni varð ljóst hvað var að gerast en japanski smábíllinn endaði upp á umferðareyju og þarna mátti minnstu muna að svarti Ford Explorerinn æki hreinlega yfir þann litla japanska.
Ummæli ›

...að á þriðjudaginn 20. janúar kl 10 verður opinn samlestur í forsal Borgarleikhússins á nýju verki eftir Birgi Sigurðsson. Er ekki nóg að elska? er raunsæ og kraftmikil fjölskyldusaga sem lýsir fjölskylduátökum um leyndarmál sem megi ekki koma upp á yfirborðið. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir þar úrvalsliði leikara en Kristbjörg Kjeld fer með aðalhlutverk og tónlist er í höndum Björns Jörundar.  Opnir samlestrar eru liður í að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Allir velkomnir og kaffi á könnunni. 
Ummæli ›

...að vegna fjölda áskorana hafi verið ákveðið að blása til endurfrumsýningar á einleiknum Skepnu, sem sýndur var við frábærar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda í Norðurpólnum og Leikhúsbatteríinu fyrir nokkrum misserum. Kómísk, kolsvört og heimspekileg, fjallar Skepna um persónur sem eiga það flestar sameiginlegt að tengjast hræðilegum glæp. Þessar persónur burðast með myrkrið sem þær fengu í vöggugjöf og dreymir flestar um að binda endi á hringrás haturs og beiskju. En er krafan um hamingjusömu endalokin óraunsæ? Þarf ekki mögulega að standa upp af rassgatinu til að stöðva hringrásina? Gera eitthvað í málunum? Eða er málið kannski frekar bara að sýna heiminum puttann og skella sér í bíó?
Ummæli ›

Meira...