Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


SKÚLI ER ÓKEYPIS

Lesa frétt ›


ÁRÁS Á EIR

Lesa frétt ›CRONENBERG ÁRITAÐI GERVIFÓT

Lesa frétt ›


ÞRÁHYGGJA Á RAUÐARÁRSTÍG

Lesa frétt ›


BAGGALÚTUR Í BANASTUÐI

Lesa frétt ›


DREYMDI FEITA RJÚPU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Guðmundur á Núpum, einn helsti athafnamaður Íslands fyrir hrun, sé kominn á Facebook. Sjá hér!
Ummæli ›

...að stórstjarnan Grace Jones hafi flassað eins og ungpía þegar hún mætti tveimur tímum of seint í útgáfuteiti í fyrradag þar sem hún var að kynna eigin bók en Grace er 67 ára.
Ummæli ›

...að áhyggjur séu af ýmsum toga.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HÓTELSTJARNA EFAST UM HÓTELBÓLU: Einn þekktasti og reyndasti hótelmaður þjóðarinnar frá upphafi, Wilhelm Wessman, horfir á hóteli...
  2. RAFVIRKI MEÐ LÖGFRÆÐIPRÓF AUGLÝSIR EFTIR KONU: Guðmundur Garðar Gíslason, rafvirki með masterspróf í lögfræði, auglýsir eftir konu á einlægan og ...
  3. ÁST EÐA BARA VINIR?: Séð og Heyrt greinir frá því að stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir og fjöllistamaðurinn Egill Sæbjörn...
  4. EVEREST EKKI FARIN AÐ SKILA HAGNAÐI: Í fréttum greindi Ríkisútvarpið frá því að Everest, nýjasta stórmynd Baltasar Kormáks, væri fari...
  5. ÞOKKADÍSIN Í FOLD: "Ég mála það sem ég sé og hef séð og geymi innra með mér, hugarfar og tilfinningu. Málverkin...

SAGT ER...

...að Séð og Heyrt sé í mikilli sveiflu þessa vikuna.
Ummæli ›

...að eitt best varðveitta leyndarmálið í hádegisverðatilboðum á veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu sé i Garðabæ; Matur & Kaffi í gamla iðnaðarhverfinu þar sem heitir nú Lyngás en þar er boðið upp á kjöt og fisk frá klukkan hálf tólf til hálf tvö á rúmar þúsund krónur alla virka daga. Mikið er um unna matvöru eins og fiskibollur í karrý sem sjást á mynd en fiskur er yfirleitt steiktur. Stundum sætsúpa með tvibökum í eftirrétt.
Ummæli ›

...að Trabant hafi verið ærlegur bíll sem var ekkert að fela útblásturinn. Svo var hann góður í rallý.
Ummæli ›

...að kvikmyndahátíðin í Skt. Pétursborg hefjist síðar í næsta mánuði með mynd Paolo Sorrentino, Youth - Æska.
Ummæli ›

Meira...