Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


FRIÐRIK V. Í MÖTUNEYTI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS

Lesa frétt ›INDVERSKI SENDIHERRANN FLUTTUR Í GLÆSIVILLU ROLFS JOHANSEN

Lesa frétt ›OLÍUFÉLÖGIN KLIPPA Á NAFLASTRENGINN

Lesa frétt ›MENNINGARSÓTT Á AKUREYRI – LÍKA

Lesa frétt ›GEGGJAÐ GRILL

Lesa frétt ›HREINN VILL HREINAR LÍNURLesa frétt ›


SAGT ER...

...að fyrirsætan, flugfreyjan og þokkadísin Brynja Nordquist gangi við hækjur eftir uppskurð á hné þar sem skipta var um allt settið. "Þetta er slitgigt," segir hún brosandi og verður brátt sem ný.
Ummæli ›

...að í söluskálanum við Goðafoss í Þingeyjarsýslu auglýsi Emmess rjómaís en eigandinn er á öðru máli og segir: No Ice Cream.
Ummæli ›

...að svona eigi að gera þetta.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. BRÓÐIR ELLÝJAR OG VILHJÁLMS: Í Höfnum, þar sem setið var undir garðsvegg með kaffi og smurt brauð að heiman, kom þessi gamli ...
  2. UPPRUNI ÁSTARINNAR: Foss á Síðu er eitt fegursta bæjarstæði á landinu og þangað á ástin mín rætur að rekja - þaðan k...
  3. BEAUTIFUL Í BERUNESI: Ólafur Eggertsson og Anna Antoníusdóttir voru með kýr og kindur í Berunesi við Berufjörð og hann...
  4. HREINN VILL HREINAR LÍNUR: Hreinn Loftsson lögmaður og útgefandi flestra tímarit aá íslandi er ánægður með áskorun forr...
  5. GEGGJAÐ GRILL: Allt hefur sinn tíma, öllu er afmörkuð stund. Bara bíða eins og kótiletturnar sem þarna enda ö...

SAGT ER...

...að í fyrsta sinn í áratugalangri sjónvarpssögu Íslendinga hafi Edda Andrésdóttir birst með gleraugu í beinni útsendingu í gærkvöldi á Stöð 2. Hvað næst?
Ummæli ›

...að þetta sé það vinsælasta í dag í Reykjavík - borg óttans.
Ummæli ›

...að súperpíratinn Ásta Guðrún Helgadóttir hafi gert ógilt í 1. atrennu að LÍN í fréttum. Sagði mér "þykja" í stað mér "þykir". Staðan því 1:0 fyrir aðra keppendur í greininni.
Ummæli ›

...að þeir sem fara snemma að sofa hafi tilhneigingu til að vakna fyrr en þeir sem vaka frameftir.
Ummæli ›

Meira...