Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


RITSTJÓRA STILLT UPP VIÐ VEGG

Lesa frétt ›FRJÁLSAR HANDFÆRAVEIÐAR

Lesa frétt ›EFTIR HVERJU ER FÓLKIÐ AÐ BÍÐA?

Lesa frétt ›SENDIRÁÐSBÍLL Í STÆÐI FATLAÐRA

Lesa frétt ›AFBRÝÐISEMI Í HAFNARFIRÐI

Lesa frétt ›PATREKUR ÁNÆGÐUR MEÐ GUÐNA BRÓÐUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Sigurður Einarsson fyrrum Kaupþingsstjóri sé komin á Facebook.
Ummæli ›

...að Fréttablaðinu hafi tekist í dag að vera bæði með fréttamynd dagsins og fyrirsögn dagsins á forsíðu - óskylt reyndar.
Ummæli ›

...að Guðrún Johnsen hafi farið á kostum um Tortólamál í viðtali við Þóru Arnórsdóttur í Kastljósi í gærkvöldi en Þóra hefði að ósekju mátt láta það koma fram að Guðrún er varaformaður stjórnar Arionbanka sem sumir kalla hrægammabanka.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. MILLJARÐAÆVINTÝRI Á AKUREYRI: Kvikmyndatónlistararmur Menningarfélags Akureyrar hefur fengið risaverkefni þegar samið var við ...
  2. RITSTJÓRA STILLT UPP VIÐ VEGG: Sjá frétt!...
  3. TORTÓLATRYMBILL Á AUSTURVELLI: Auðmaðurinn og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Þorsteinsson, hefur verið virkur í...
  4. AFBRÝÐISEMI Í HAFNARFIRÐI: Hann vill losna við Boss-úrið strax - skiljanlega. Einhvers staðar verður að draga mörkin....
  5. PATREKUR ÁNÆGÐUR MEÐ GUÐNA BRÓÐUR: Handboltastjarnan Patrekur Jóhannesson er ánægður með Guðna bróður sinn sem nú íhugar alvarlega ...

SAGT ER...

...að Brynja Nordquist flugfreyja og tískudíva sé búin að uppfæra prófílmyndina sína á Facebook.
Ummæli ›

...að íslenskur almenningur verði að nota 12 spora kerfi AA-samtakanna til að lifa af. Taka einn dag í einu.
Ummæli ›

...að hart sé sótt að Bessastaðabónda úr Hádegismóum og alvarlegar blikur á lofti.
Ummæli ›

...að aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar verði haldinn í Iðnó, efri hæð, laugardaginn 30. apríl kl. 11:00. Venjuleg aðalfundarstörf og að þeim loknum mun Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri fjalla um ferðamennsku og áhrif hennar á miðborgina. Allir íbúar miðborgarinnar velkomnir og hvattir til að mæta.
Ummæli ›

Meira...