Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


NÝJU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR

Lesa frétt ›SAUÐFÉ REKIÐ UM BORÐ Í FLUTNINGASKIP Á SEYÐISFIRÐI

Lesa frétt ›ÞJÓÐKIRKJAN EKKI TRÚFÉLAG

Lesa frétt ›BUBBI Á SPÍTALA

Lesa frétt ›INGI FREYR ÁFRAM Á DV

Lesa frétt ›MIÐALDRA LEIKKONUR BLÓMSTRA

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að íslenskir veitingamenn og ferðaþjónustan öll bíði nú eftir Asíu-seasoninu þegar Japanir og Kínverjar flykkjast til landsins því sumarfrí hinu megin á hnettinum eru að bresta á og þá freista norðurljós og myrkur við ysta haf - bullandi bisniss.
Ummæli ›

...að hún sé skrýtin fréttin í Morgunblaðinu í dag um að Guðrún Erlendsdóttir sé aftur sest í Hæstarétt sem dómari vegna þess að annar hæstaréttardómari hafi verið veikur í heilt ár en Guðrún er komin á eftirlaun fyrir löngu. Þó svo rætt sé við skrifstofustjóra Hæstaréttar í fréttinni kemur hvergi fram hvaða dómari sé búinn að ver veikur í heilt ár - en það var kannski það sem lesendur höfðu áhuga á að vita.
Ummæli ›

...að kvikmyndin Vonarstræti fái lofsamlega dóma á kvikmyndavefnum Variety: Good-looking widescreen visuals by talented lenser Johann Mani Johannsson create the feeling of perpetual scrutiny that goes with the expression “living in a fishbowl.” The fading light and wet weather of an autumnal Reykjavik, where people try to stay cozy indoors, makes a nice contrast to the Florida scenes. Smart costumes and production design signal a wealth of information about the characters. Smellið hér.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. INGI FREYR ÁFRAM Á DV: "Ég verð áfram," segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, ein helsta skrautfjöður DV í rannsóknarblaðamenn...
  2. BUBBI Á SPÍTALA: Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki ánægður með íslenska heilbrigðiskerfið eftir að hafa be...
  3. HÚSVÖRÐUR BJARGAR STEFÁNI: Lífskúnstnerinn Stefán Pálsson er ánægður með húsvörðinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Svo illa vild...
  4. BJÖRN ER ÓDREPANDI: Það er lítil vandi að vera duglegur í viku en að starfa látlaust öll kvöld og helgar í leit að r...
  5. SNÆVARR RÆÐST Á SIGURÐ G.: Einar Kárason rithöfundur hefur lýst áhyggjum sínum af því að Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttar...

SAGT ER...

...að tímamót verði í íslenskri fjölmiðlasögu á morgun þegar Séð og Heyrt kynnir nýjan, sjálfstæðan vefmiðil sedogheyrt.is
Ummæli ›

...að Carlos Ruiz Zafón hljóti að vera einn mesti rithöfundur samtímans - lesið bara Fanga himinsins.
Ummæli ›

...að útvarpsþulurinn Jón Múli hafi kunnað manna best að kynna síðasta lag fyrir fréttir í Ríkisútvarpinu. Nú er Jón Múli farinn, síðasta lagið líka - og kannski fréttirnar næst?
Ummæli ›

...að Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi Stöðvar 2, sé töff í kynningarmyndbandi um nýja sjónvarpssseríu sína, Dulda Íslands sem sýnd verður á gamla heimilinu, Stöð 2.
Ummæli ›

Meira...