Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


JÓN TILKYNNIR FORSETAFRAMBOÐ

Lesa frétt ›FROSTI SETTUR Á ÍS

Lesa frétt ›ÞINGKONA VG SKIPHERRA Á TÝ

Lesa frétt ›TAKK, AFI

Lesa frétt ›DRYKKJUSÓÐAR Í HÖRPU

Lesa frétt ›HVAR ER JÓNAS?

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að íslenska geirvörtuæðið veki athygli erlendis.  
Ummæli ›

...að litirnir í endurkomumiðunum hjá Bifreiðaeftirlitinu séu dálitið Gay Pride-legir.
Ummæli ›

...30/3/15
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. DRYKKJUSÓÐAR Í HÖRPU:   Harpa er vinsæl til árshátíða og ein slík var haldin á laugardagskvöldið. Þegar ársh...
  2. MIKKI ORÐINN PÍRATI: Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrum aðalritstjóri 365 miðla, hefur gengið til liðs við Pírata...
  3. RÁÐHERRANN OG AÐSTOÐARKONAN: Safinn lekur af Séð og Heyrt þessa vikuna - stærra blað gerir lífið enn skemmtilegra!  ...
  4. SIGGI EINARS Á SNAPS: Sigurður Einarsson, Kaupþingsstjóri til margra ára, sat á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg sí...
  5. GUÐRÚN HELGA GEGN GEIRVÖRTUFLIPPI: Rithöfundurinn og stjórnmálakonan Guðrún Helgadóttir, tákngervingur frumíslenska femínismans, bo...

SAGT ER...

...að á skírdag opni Ragnar Hólm sýningu á nýjum vatnslitamynd og málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þetta er níunda einkasýning Ragnars sem hefur stigið fjörugan dans við listagyðjuna á síðustu árum en fyrstu sýningu sína hélt hann vorið 2010. Við opnunina á skírdag í Mjólkurbúðinni ætla Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein að leika létta tónlist af fingrum fram.
Ummæli ›

...að aðgögumiði að fermingarveislu í ár sé 15 þúsund krónur ef um börn systkina er að ræða - annars 8 þúsund.
Ummæli ›

...að árshátíð World Class þetta árið - Færeyjar!
Ummæli ›

...að knattspyrnukappinn Jón Daði Böðvarsson hafi komið sterkur inn í landsleikinn gegn Kasakstan en Jón Daði er sonarsonur stórskáldsins Þorsteins frá Hamri.
Ummæli ›

Meira...