Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


INGIBJÖRG SÓLRÚN STENDUR Í STÓRRÆÐUM

Lesa frétt ›ÞÚSUND ÞORSKAR Á FÆRIBANDI 1975

Lesa frétt ›HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV

Lesa frétt ›ÓSKEMMTILEG LENDING – VILJANDI 

Lesa frétt ›VERÐHÆKKANIR Í BÓNUS Á 5 ÁRUM

Lesa frétt ›SJÚKRABÍLL Í HAGKAUP

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að athafnaskáldið Ármann Reynisson verði með útgáfuveislu í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 3, 113 Reykjavík á fimmtudaginn klukkan 17:00 í tilefni af útgáfu á Vinjettur XIV. Þetta verður glæsipartý.  

Ummæli ›

...að langskemmtilegasti og besti þátturinn á Rás 1 Ríkisútvarpsins sé hættur. Staður og stund með Svavari Jónatanssyni bar höfuð og herðar yfir aðra þætti - líklega vegna þess að í hann var lögð alvöru vinna. Mættu hlustendur fá að vita ástæðuna?
Ummæli ›

...að tónlistin í kvikmyndinni Afinn haldi henni saman á sinn melódíska hátt þó fæstir taki eftir því í bíósalnum - en hún er eftir Frank Hall, nýráðinn forstöðumann á Rás 2.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV: Helgi Pétursson, fjölmiðlamaðurinn ástsæli, sinnir ekki lengur þularstörfum fyrir Ríkisutvarpið....
  2. STEINDI STELUR SENUNNI: Steindi júníor stelur senunni í nýjustu íslensku kvikmyndinni, Afanum, og er töluvert því allir ...
  3. ÞINGMAÐUR TRÚLOFAST: Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins frá Selfossi, og Birna Harðardóttir háskólanem...
  4. FJÓRIR BORGARSTARFSMENN Í VINNUNNI: Myndskeyti var að berast: --- Fjóra borgarstarfsmenn þurfti til að festa litla sorptunnu á...
  5. ÞAÐ SEM VANTAR Á FORSÍÐUNA: Fréttasafinn lekur af nýjustu forsíðu Séð og Heyrt en það sem vantar þarna má finna aftast í bla...

SAGT ER...

...að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor hafi tilkynnt um brotthvarf sitt úr starfi til að undirbúa forsetaframboð en daginn eftir kom Mjólkursamsöluskandallinn upp þar sem Einar Sigurðsson, eiginmaður hennar, er forstjóri og og þar með var draumurinn úti. Svipað hefur gerst áður í forsetakosningum.
Ummæli ›

...að eigendur hjólbarðaverkstæða fagni haustinu líkt og börn jólunum.
Ummæli ›

...að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor og Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar séu hjón. Kristín hefur lýst því yfir að hún sé að hætta en Einar ekki.
Ummæli ›

  ...að Bette Midler sé að gefa út sína fyrstu plötu í átta ár, It´s The Girls! Bette verður sjötug á næsta ári.
Ummæli ›

Meira...