Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


ÓDÝRASTI MATUR Í REYKJAVÍK

Lesa frétt ›MASKÍNA MÆLIR HAMINGJU

Lesa frétt ›LÆSTIST INN Í RANGE ROVER

Lesa frétt ›117 ÍSLENSK SKÁLDVERK Í FYRRA

Lesa frétt ›LOBBI KVEÐUR

Lesa frétt ›HÆTTU AÐ REYKJA Í FEB

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að hart sé barist á toppnum í vetrarkuldanum.
Ummæli ›

...að miðinn á þorrablót Stjörnunnar í Garðabæ kosti 11.400 krónur en kostaði 8.500 krónur fyrir fimm árum. Páll Óskar leikur fyrir dansi.
Ummæli ›

...að orðljótir einstaklingar séu yfirleitt heiðarlegri í samskiptum en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var í háskólanum í Cambridge og Dr. David Stillwell segir: Fólk sem bölvar og ragnar er að minnsta kosti að segja hvað því finnst í raun og veru. Sjá frétt!
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. BRJÓSTMYLKINGAR Á ÞINGI: Þingfréttaritari sendir skeyti: --- Nú blasir við að Ríkiskaup þurfa að efna til útboðs vegna ka...
  2. ÞORGERÐUR KATRÍN NÆR Í TYNES: Skeyti úr pólitísku deildinni: --- Því er staðfastlega haldið fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdótt...
  3. FRÆNDGARÐUR FERÐAMÁLARÁÐHERRA: Ættfræðideildin á orðið: --- Ungi og fallegi  ferðamálaráðherrann með langa nafnið, Þórdís Kolbrún...
  4. VEL TENGDIR AÐSTOÐARMENN: Aðstoðarmenn nýrra ráðherra hópast nú inn í ráðuneytin á launum skrifstofustjóra, rúm milljón á mánu...
  5. ÞETTA ER EKKI BILL CLINTON: Ekki er allt sem sýnist. Þetta er ekki Bill Clinton með gleðikonu á hótelherbergi að horfa á Hillary...

SAGT ER...

...að páskaegg séu komin í sölu í Hagkaup í Skeifunni - ekki seinna vænna.
Ummæli ›

...að héraðsfréttablaðið Mosfellingur greini frá því að fallegasti rokkari á Íslandi, Jökull í Kaleo, sé kominn með nýjan gítar sem hannaður er og smíðaður af Peter Turner.
Ummæli ›

...að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem stjórnar leitinni að Birnu sé yngri bróðir Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar.
Ummæli ›

...að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hafi verið sá bræðra sinna sem komst á HM í handbolta í Frakklandi. Patrekur landsliðsþjálfari Austurríkis og bróðir Guðna komst ekki.
Ummæli ›

Meira...