Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


ICE BABY Í VÍN

Lesa frétt ›BILUN Á OXFORDSTRÆTI

Lesa frétt ›DORRIT MÁLUÐ Á BESSASTÖÐUMLesa frétt ›BERNHÖFTSTORFAN 1905

Lesa frétt ›ODDVITI FÆR AÐSVIF

Lesa frétt ›


BEST VARÐVEITTA LEYNDARMÁL ÍSLENSKRAR MYNDLISTAR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Spaugstofan, sem er horfin úr sjónvarpinu, hafi einsett sér að fara inn á uppistandsviðið sem blómstrar sem aldrei fyrr og láta þar til sín taka af krafti. Eiginlega bara spurning um hvaða húsnæði henti.
Ummæli ›

...að ritstjóri Séð og Heyrt sé nefndur jafn oft til sögunnar í bók Reynis Traustasonar, Afhjúpun, og hluthafarnir fyrrverandi á DV, Lilja Skaptadóttir og Björn Leifsson í World Class - tíu sinnum hvert.
Ummæli ›

...að á fundi Meistarafélags hárskera í kvöld, mánudagskvöld, var kona í fyrsta skipti í 90 ára sögu félagsins kosin formaður. Hún heitir Gríma Kristinsdóttir og rekur samnefnda hárstofu á Dvergshöfða og með henni í stjórn eru Jón Halldór Guðmundsson og Kristleifur Gauti Torfason.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. GÖMUL KÆRASTA JÓNS GNARR:   Fortíðin elti Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra upp með skemmtilegum hætti og hann segir: ...
  2. BEST VARÐVEITTA LEYNDARMÁL ÍSLENSKRAR MYNDLISTAR: Gefin hefur verið út í Svíþjóð bók um íslenska myndlistarmanninn Pál Sólnes. Bókin er í stóru br...
  3. ÍSLENSKT JÓLABRENNIVÍN Í NETTO: Íslenskt jólabrennivín er selt í verslunarkeðjunni Netto í Danmörku og rennur út enda á góðu ver...
  4. BILUN Á OXFORDSTRÆTI: Frá fréttaritara okkar í Lundúnum: --- Það er sérstök skemmtun að halda niður í miðbæ Lund...
  5. FÍB RASSSKELLIR ÁSTÞÓR: Ástþór Magnússon fær yfirhalningu í nýjasta FÍB blaðinu, fyrir vafasöm viðskipti í tengslum við ...

SAGT ER...

...að íslenskir ferðamenn í Berlín sæki stíft sportbarinn EscoBar sem nefndur er í höfuðið á kólumbiska eiturlyfjakónginum Pablo Escobar (1949-1993).
Ummæli ›

...að greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins bíði spenntir eftir nýjum sjónvarpsþætti með Styrmi Gunnarssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur þar sem fjalla á um samfélagsmál með aðstoð Boga Ágústssonar. Hver á að horfa? Útvarpsstjóri segist sjálfur eiga hugmyndina en hann hefði eins getað sett Bryndísi Schram aftur í Stundina okkar. Og jafnvel frekar.
Ummæli ›

...að allir helstu framsóknarmenn landsins séu staddir á Hornarfirði núna til skrafs og ráðagerða og bæjarbúar í viðbragðsstöðu.
Ummæli ›

...að stelpur geti líka spilað á gítar. Smellið hér!
Ummæli ›

Meira...