Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


SÓFI VERÐUR LÍKKISTA

Lesa frétt ›FRÁBÆR FIMMAURAKAKA

Lesa frétt ›ÁNÆGJA MEÐ MOSKUNA

Lesa frétt ›FRÚ THERESA Á GRUNDARTANGA

Lesa frétt ›SÉÐ OG HEYRT Á PRIKINU

Lesa frétt ›KOSNINGADÓT FORSETANS

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þetta sé Maggie Celine Louise De Block heilbrigðis- og félagsmálaráðherra  Belgíu; einn allra vinsælasti stjórnmálaður þar í landi í áraraðir. Hún er 53 ára.  
Ummæli ›

...að þetta sé aðventukrans í lagi - fyrir minimalista segir Viðar Eggertsson leikari.
Ummæli ›

...að stórsöngvarinn Helgi Björns hafi nýverið gefið út plötuna " Veröldin er ný" en það er fyrsta frumsamda plata Helga í 18 ár. Nú hefur verið ákveðið að blása til útgáfutónleika til að fagna plötunni og einnig verða leikin eldri lög í bland. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 3. desember kl 21.00 á leynilegum stað í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Takmarkað sætaframboð. Upplýst um tónleikastað á hádegi tónleikadags.

Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. VEIKINDI BUBBA OG ÓMARS: Bubbi Morthens hefur verið að kljást við flensu og Ómar Ragnarsson hughreystir hann. Allt ger...
  2. FRÚ THERESA Á GRUNDARTANGA: Úr fréttatilkynningu: Sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga verður kolefnishlutlaust og ...
  3. REYNIR TRAUSTA Í NÝRRI VINNU: Reynir Traustason, fyrrum ritstjóri DV, hefur ráið sig til starfa hjá Ferðafélagi Íslands og lýk...
  4. SÉÐ OG HEYRT Á PRIKINU: Útsýnið á Prikinu í Bankastræti er með ágætum þegar mannlífið er annars vegar eins og Séð og Heyrt g...
  5. BANKAHRUN Í SAUÐSKINNI: Nú var að hefjast bókauppboð í samstarfi fornbókabúðarinnar Bókarinnar og Gallerís Foldar á vef ...

SAGT ER...

...að þetta sé Topp 6 á föstudagskvöldi samkvæmt mælingum.
Ummæli ›

...að fyrirbærið Black Friday sem tröllríður öllu ætti að heita Föstudagur til fjár.
Ummæli ›

...að hann sé doldið góður þessi, Patrick Modiano, sem fékk Nóbelsverðlaunin í fyrra og svo heppinn að Sigurður Pálsson þýddi hann á íslensku. Marzipan á koddanum fyrir svefninn.
Ummæli ›

...að borist hafi póstur: Ég skoðaði tilbúna rétti frá Ali í búðarferð í gær. Athygli mína vakti réttur sem fyrirtækið kallar Gordon Bleu. Ef maður gúgglar má sjá að þessi réttur er/var líka til frá Holtakjúklingi og Kjarnafæði. Á minni eldhúsfrönsku heitir rétturinn cordon bleu. Spurningin er: Er hægt að treysta innihaldslýsingunni þegar þeir geta ekki haft nafnið rétt. Jón
Ummæli ›

Meira...