Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


AÐ GEFNU TILEFNI…GUÐNI

Rétt er að benda á smáfrétt sem hér birtist á þriðjudaginn um að ekki væri allt klárt með framboð Guðna Ágústssonar til borgarstjórnar. Og svo hina fréttina sem birtist í gærkvöldi á Eyjunni...

Lesa frétt ›15 Í KAUPMANNAHAFNARFERÐ ALÞINGIS

Fjöldi alþingismanna, starfsmanna Alþingi, makar og fleiri er flogin til Kaupmannahafnar til að vera við athöfn sem fram fer í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta...

Lesa frétt ›ALI HAMANN ER LÁTINN

Ali Hamann hét í raun Svend Erik og sló í gegn í Danmörku og víðar á áttunda áratugnum þegar hann fékk fólk til að hætta að reykja með dáleiðslu í beinum sjónvarpsútsendingum – sem þá þótti nýjung – og sjálfur sagði hann...

Lesa frétt ›BJÖRK FREKAR EN ÁSDÍS

Listamaðurinn Guido van Helten er byrjaður á verki á framhlið Forréttabarsins við Mýrargötu. Guido er einn færasti veggjagrafíker í heimi, hefur skreytt veggi allt frá Sidney til Skagastrandar og verður fróðlegt að sjá framhlið Forréttabarsins sem hefur stimplað sig inn sem glæsilegasta hverfiskráin í Vesturbænum eftir að Róbert Ólafsson veitingamaður tók við...

Lesa frétt ›BÖRNIN Í BORGINNI AF 97 ÞJÓÐERNUM OG TALA 70 TUNGUMÁL

Í nógu er að snúast hjá Ragnari Þorsteinssyni sem stýrir skóla – og frístundasviði Reykjavíkurborgar því börnin í borginni eru af minnst 97 þjóðernum og tala yfir 70 tungumál...

Lesa frétt ›DMUCHANY ZAMEK Á KLAMBRATÚNI

Aðstandendur nemenda í Austurbæjarskóla hafa fengið sent boðskort á fjölskylduhátíð á Klambratúni á Sumardaginn fyrsta – á þremur tungumálum – íslensku, ensku og pólsku...

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé í Sandgerði en ekki í Keflavík eins og allir halda.
Ummæli ›

...að veðurblíðan í Reykjavík á síðasta vetrardag hafi verið þvílík og borgarbúar hafi rifjað upp gamlt ljóð Sverris Stormskers: Faðir vor. Það er vor.
Ummæli ›

...að vonarstjarna Guðna Ágústssonar í væntanlegum borgarstjórnarslag sé Helga Björk Eiríksdóttir, eiginkona Guðjóns Ólafs Jónssonar lögfræðings sem áður var þungavigtarmaður í Framsóknarflokknum. Helga Björk hefur verið fjárfesta - og almannatengill hjá Marel, setið í bankastjórn Landsbankans eftir hrun, verið formaður stjórnar Sparisjóðs Svarfdæla og unnið bæði fyrir Kauphöllina og slitastjórn Kaupþings - nútímakona.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. ÍSLENSK DÓTTIR JAY LENO?: Íslensk stúlka hefur sent bandarísku sjónvarpsstjörnunni Jay Leno bréf þar sem hana grunar að hann s...
  2. BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU: Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir ...
  3. BJÖRK FREKAR EN ÁSDÍS: Fyrsti sumargjörningurinn í 101 Reykjavík er kominn í gang. Listamaðurinn Guido van Helten er...
  4. LEYNDARMÁLIÐ EASYJET: Fréttaritari okkar í flugþjónustunni kannaði málið: --- Íslendingar virðast fæstir hafa át...
  5. KOSNINGASTJÓRI GREIP BRÚÐARVÖND: "Hann flaug beint í fangið á mér," segir María Lilja Þrastardóttir, kosningastjóri Samfylkingari...

SAGT ER...

...að mikið sé rætt um berorðar og jafnvel dónalegar ræður gamalla stjórnmálaforingja á herrakvöldum alls konar. Davíð Oddsson var ræðumaður í sextugsafmæli útgefanda síns á Morgunblaðinu, Óskars Magnússonar, sem haldið var í Fljótshlíð fyrir nokkrum dögum. Mátti heyra saumnál detta í samkvæminu á meðan Davíð talaði en honum varð tíðrætt um "spikið" á landsfrægum sjónvarpsmanni. Veislustjórar voru Guðný Halldórsdóttir Laxness og Sigurður Valgeirsson æskuvinur afmælisbarnsins.
Ummæli ›

...að Bónusvideó sé horfið af yfirborði jarðar en veggspjöldin halda minningunni á lofti víða um bæinn.
Ummæli ›

...að samkvæmt upplýsingum frá mætri konu í Framsóknarflokknum hafi hugmynd um kvennaframboð flokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík verið langt komin þegar stjórn kjördæmissambands flokksins ákvað á fundi í hádeginu að bjóða Guðna Ágústssyni að leiða framboðið. Hugmynd kvennanna, bæði úr flokknum sjálfum og utan hans, var að bjóða fram lista með konum í efstu sex sætunum - en Guðni og hans menn höfðu betur - en kjördæmisþing Framsóknarflokksins á reyndar eftir að samþykkja það.
Ummæli ›

...að Sigurbjörg Þrastardóttir hafi átt páskahugleiðingu dagsins á Rás 1 á Páskadag á meðan páskalambið var í ofninum - sérstaklega vel hugsaðar, fróðlegar og skemmtilegar hugleiðingar - betri en biskupinn á sömu rás fyrr um daginn.
Ummæli ›

Meira...