Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


HERNAÐARÁSTAND Á STRÖNDUM VEGNA KVIKMYNDATÖKU

Lesa frétt ›FORINGI ALÞÝÐUNNAR

Lesa frétt ›STJARNA FÆDD Í SKUGGA SJÁLFSVÍGA

Lesa frétt ›FENGU PIZZU MEÐ HÁRI

Lesa frétt ›ÁÆTLUNARFERÐIR SETTAR Á ÍS

Lesa frétt ›NÝTT Á NÝLENDUGÖTU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að í framhaldi af fréttum um hópuppsagnir í Arionbanka megi bæta einni við en hún er sú að Höskuldur Ólafsson bankastjóri í Arion er tengdasonur Ólafs heitins Skúlasonar fyrrum biskups.
Ummæli ›

...að Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, greini rætur Pírata, steli af þeim glæpnum og eigni Jakobi Frímanni Magnússyni. Sjá Herðubreið hér!
Ummæli ›

...að myndlistarmaðurinn Jón Óskar haldi mikið upp á Verslun Guðsteins á Laugavegi en hefur áhyggjur af nýju sniði: Mér líkar krafturinn Guðsteini þessa dagana en mér sýnist flest vera slim fit. Er ekkert fyrir okkur William Shatner?
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. ÓLÍNA YRKIR UM HRUN SAMFÓ: Margt er fólks og flokka val. Fylking stendur engin keik. Það sundrast fyrst en síðan skal same...
  2. STJARNA FÆDD Í SKUGGA SJÁLFSVÍGA: Inga Sæland frá Flokki fólksins stal senunni í kosningakappræðum kvöldsins í Ríkissjónvarpinu. Henni...
  3. FALIN PERLA Í ÚTHVERFI: Þeir leynast víða veitingastaðirnir á höfuðborgarsvæðinu og hér er einn. Óvenjulegur salur þar se...
  4. HÚSIÐ HANS JÓNSA: Þetta gamla hús Sögufélagsins í Grjótaþorpinu í Reykjavík á stórstjarnan Jónsi í Sigur Rós sem n...
  5. KÓTILETTUKVÖLD Á FIMMTUDÖGUM: Kótilettukvöld verða haldin alla fimmtudaga á Sjávarbarnum á Grandagarði frá klukkan 17:30 til 2...

SAGT ER...

...að að stjórnmálaforingjarnir Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannsson séu næstum því bræður því móðir Benedikts, Guðrún Benediktsdóttir, var yngsta systir afa Bjarna, Sveins Benediktsdóttir
Ummæli ›

...að athafnamaðurinn Jón Ólafsson og súperkokkurinn Siggi Hall hafi tekið stöðuna á svölum stórhýsis þess fyrrnefnda á Baldursgötu.
Ummæli ›

...að leilistargagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson gefi utanríkisráðherra fimm stjörnur fyrir góðan leik: Lilja Dögg hefur ekki orðið vör við nein átök í Framsóknarflokknum, nema helst í gegnum fjölmiðla. Henni finnst andrúmsloftið í Flokkknum gott og heilnæmt. Segir þetta með bros á vör (í nærmynd) og horfir beint í augun á fréttamaninnum, án þess að blikna eða blána. Pólitískur stórleikur. Fimm stjörnur.
Ummæli ›

...að ofurfyrirsætan Ásdís Rán og ástmaður hennar, Jóhann Wium, hafi verið stórglæsileg á flottum reiðhjólum og í enn glæsilegri reiðhjólabúningum á Hlemmi síðdegis á sunnudaginn. Það stirndi af þeim í haustsólinni og skein af þeim heilbrigði og hamingja.
Ummæli ›

Meira...