Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


FLOKKUR FJÖLSKYLDUNNAR (FÓLKSINS)

Lesa frétt ›BEST KLÆDD Í BARÁTTUNNI

Lesa frétt ›SJÁLFBÆRT OG SMART

Lesa frétt ›JAFNRÉTTIÐ

Lesa frétt ›HOLA Í VEGG Í AUSTURSTRÆTI

Lesa frétt ›BROSANDI FRAMBJÓÐENDUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Laxness hitti oftar en ekki naglann á höfuðið: Ef mann lángar til að drýgja glæpi þá á maður að gera það samkvæmt lögum, því allir höfuðglæpir eru lögum samkvæmir.
Ummæli ›

...að hjónin Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur hafi verið meðal fjölmargra gesta sem heimsóttu vinnustofur myndlistarmanna í gömlu höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar við Seljaveg um helgina þar sem haldið var upp á tíu ára afmæli starfseminnar.
Ummæli ›

...að starfsfólk Alþingis hafi kvatt Einar K. Guðfinnsson forseta þingsins á föstudaginn og þar hafi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis haldið svo hjartnæma ræðu að viðstaddir hafi komist við.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. ÞAÐ SEM VANTAÐI Í KASTLJÓSIÐ: Það sem vantaði í Kastljós kvöldsins hjá Ríkissjónvarpinu þar sem fjallað var um játningar Sturl...
  2. SÖGUR AF GEIRA Á GOLDFINGER: Börn Ásgeirs heitins Davíðssonar, Geira á Goldfinger eins og hann var jafnan nefndur, hyggjast g...
  3. BENSI BRILLERAR:  Hann er kallaður Bensi af vinum sínum, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, sem sló í gegn í F...
  4. MOKSALA HJÁ MOLLA: Listamaðurinn Molli hefur verið að mokselja myndir sem hann hefur sýnt á Sjávarbarnum á Granda a...
  5. HVERNIG HYGGST HÚN AXLA ÁBYRGÐ?: Úr dómssalnum: ---- Almennrar gremju gætir nú vegna yfirlýsingar ríkissaksóknara um að hún taka áb...

SAGT ER...

...að hvaða þjóð sem er væri fullsæmd af forsætisráðherra sem myndast svona vel í haustlitum Hara, ljósmyndara Fréttatímans.
Ummæli ›

...að greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins séu farnir að spyrja sig hvenær 50 ára afmælishátíð stofnunarinnar linni í stofum landsmanna. Myndin er af dagskrárstjóranum.
Ummæli ›

...að sofa yfir sig sé heilsubót.
Ummæli ›

...að nýju sængurverin með myndum eftir Hugleik Dagsson séu mjög skemmtileg og góð.
Ummæli ›

Meira...