Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

BÓAS – BRJÁLAÐUR EÐA BRILLI?

Bóas Ragnar Bóasson fasteignasali er kominn í frétirnar aftur eftir að hafa leikið annað aðalhlutverkið í myndbandi um peningaþvætti sem kostaði Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar, starfið.

Fyrir nokkrum misserum birtist viðtal við Bóas á Pressunni undir fyrirsögninni: Bóas brillerar í Hollywood – „Út að borða með Cowell og Seacrest“ – Selur lúxusvillur fyrir stórstjörnur – og með fylgdu myndir af kappanum í fylgd með Simon Cowell úr American Idol og félögum hans, Ryan Seacrest og Randy Jackson. Mátti á Bóasi skilja að hann væri að fara að selja þeim glæsivillur.

Í vitalinu á Pressunni segir orðrétt:

Bóas komst strax í feitt þegar hann fékk það verkefni að selja eign fyrir heimsþekkta sjónvarpsstjörnu en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu nema hvað að hann segir í símtali frá Hollywood:

“Ég fór út að borða með Simon Cowell, Ryan Seacrest og Randy Jackson og það var hreint frábært.”

Félagar Bóasar í kvöldverðinum í Los Angeles eru allir heimsþekktir fyrir þátttöku sína í American Idol og fleiri sjónvarpsþáttum og ræða örugglega ekki við hvern sem er þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

“Nú er bara að duga eða drepast. Þetta lítur vel út,”

segir Bóas Ragnar Bóasson, fasteignasalinn í Kópavogi sem fór til Hollywood.

Nú hafa mál Bóasar Ragnars Bóassonar fasteignasala tekið nýja stefnu og óvíst hvað verður – en hitt er víst að Guðmundur Örn Jóhannsson er ekki lengur framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

 

 

Fara til baka


SIGURÐUR GENGUR SVIPUGÖNGIN

Lesa frétt ›TÓMATSÓSUSTRÍÐ Í GRÍMSNESI

Lesa frétt ›FEMÍNISTAR LAUMUKARLREMBUR

Lesa frétt ›TENGDAPABBI BJARNA BEN MEÐ HALLE BERRY Á KAFFIFÉLAGINU

Lesa frétt ›ÁTTRÆÐ FLUGFREYJA

Lesa frétt ›MAGGI SCHEVING OG HREFNA BÚIN AÐ OPNA VEITINGAHÚSIÐ

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að borist hafi myndskeyti og tekið skal fram að eyjan á myndinni er ekki Tortóla:
Það er munurinn á dómstóli götunnar og alvöru dómstólum að þeir síðarnefndu leitast við að taka upplýstar ákvarðanir, þ.e. fá niðurstöðu út frá framlögðu upplýsingum um málið. Ég hef gjarnan viljað temja mér að afla mér upplýsinga um mál áður en ég dæmi. Hver er  svo forsagan?
Tilefnið er dauðadómur yfir þeim sem eiga fyrirtæki í lágskattalöndum sem menn kalla stundum skattaskjól. Gefið er í skyn að í flestum tilfellum sé verið að skjóta undan fé sem ætti að skattleggjast hér. Gróa  er öfundsjúk og þeir ríku verða sérstaklega fyrir barðinu á henni.
 Staðreyndin er þessi. Vinstri grænir með Steingrím. J og Svavar Gests í broddi fylkingar gerðu þessi skattaskjól að vænum kosti þegar þeir gerðu samning við Bresku Jónfrúareyjar um þau. Auk samnings við þær voru gerðir samningar við Mön, Guernsey, Jersey, Cayman eyjar og Bermúda. Samningurinn var  um upplýsingaskipti og tvísköttun" í skattamálum sem setti upplýsingaskyldu á viðkomandi lönd en var jafnframt viðurkenning á því að varðveisla fjár of fyrirtækja á þessum stöðum væri heimil. 
 Það er í samræmi við eðlið að nefndir menn sem komu að þessum samningum nefna þá ekki þegar verið er að jarða menn fyrir það sem þeir stofnuðu til. 

Ummæli ›

...að þetta sé eitt flottasta bílnúmerið í bænum en mætti vera á flottari bíll.
Ummæli ›

...að maður verði að spýta í lófana um helgina.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KAUPFÉLAGSSTJÓRI Á FUNDI DAVÍÐS: Það vakti athygli á framboðsfundi Davíðs Oddssonar sem haldinn var á Sauðárkóki að hvorugur bæja...
  2. LOKAÐ Á BAN THAI VEGNA VEIKINDA: Svo óvenjulega vildi til í gærkvöldi að veitingastaðurnn BanThai við Hlemm var lokaður vegna veikind...
  3. HEYRNARLAUS RÚSSNESK KONA NEYDD TIL AÐ SELJA HAPPDRÆTTISMIÐA FYRIR FÉLAG HEYRNARLAUSRA: Heyrnaskert rússnesk kona dvelur nú í Kvennaathvarfinu eftir að yfirvöld hlutuðust til um mál hennar...
  4. BECKHAM GAF HEIMILISLAUSUM BÚLLUBORGARA: Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að knattspyrnugoðið David Beckham hafi gefið heimilislau...
  5. MAGGI SCHEVING OG HREFNA BÚIN AÐ OPNA VEITINGAHÚSIÐ: "Við ákváðum bara að opna í dag, engar auglýsingar og ekkert partý," sagði Hrefna Björk Sverrisdót...

SAGT ER...

...að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra, hafi sjaldan litið betur út og lærdóminn sem af þessari mynd má draga er: Varist pólitík.
Ummæli ›

...að þetta sé líklega vonlausasta sölutilraun ársins: Ég er með sirka 2000 VHS spólur sem ég þarf að losna við, allt orginal spólur. Allskonar góðar myndir; 70', 80', 90' aamerískar, enskar, evrópskar, asískar og hitt og þetta. Sorry engar b-hryllingsmyndir. Eins og sést á myndinni er raðað tvöfalt í hillurnar og þetta eru 4 svona hillur fullar af spólum og hillurnar geta farið með. Hægt er að koma og skoða og velja úr hrúgunni þessvegna. Endilega verið í bandi. Haraldur Sigurjónsson - Költ og gríðarlega undarlegar kvikmyndir.
Ummæli ›

...að með búferlaflutningum Sóleyjar Tómasdóttur borgarfulltrúa til Hollands telji margir reykvískir kjósendur að Icesave sé fullhefnt.
Ummæli ›

...að það séu bara tveir dagar á ári þar sem þú færð engu um ráðið; morgundagurinn og gærdagurinn. (Þýðing á texta á bakpoka túrista í Bankastræti).
Ummæli ›

Meira...