BLOKKERAÐIR Í FRAMSÓKN

Hanin í sínu ríki heitir þessi mynd.

/ Lesendabréf /

Við erum tveir vinirnir sem höfum verið hallir undir hófsemi í pólitík og þess vegna verið svona frekar jákvæði gagnvart Framsókn. Þó höfum við verið þeirrar skoðunar að það þyrfti aðeins að hrista upp í honum áður en hann yrða að því afli sem hann gæti orðið.

Flokkurinn er eins og fornminjar sem má ekki raska en hafa algjörlega misst hlutverk sitt. Athugasemdir okkar urðu til þess að við vorum báðir reknir út af lokuðum vef þeirra. Þá datt okkur í hug að gera smá tilraun. Senda hólgrein um Sigurð Inga og auðvitað var hún birt, svona álíka eins greinar um foringja í Sovétinu forðum.

Eitthvað hefur þó síast í gegn því nú sér maður texta sem sagður er eftir foringjann en ég kannast við sem minn eigin nánast orðréttan. Ég er stoltur af því að hafa náð einhverju í gegnum skrápinn. Það er svona sem breytingar verða.

Auglýsing