BLEIKA HÖLLIN AÐ VERÐA DÚKKUHÚS

    Hið bleika aðsetur höfuðstöðva WOW flugfélags Skúla Mogensen er við það að hverfa – þó svo að fyrirtækið þenjist út dag frá degi. Risastórar byggingar spretta upp eins og gorkúlur í kringum bleika húsið sem eitt sinn var stærsta húsið á svæðinu. Núna minnir það frekar á dúkkuhús í samanburðinum.
    Skúli Mogensen hefur rætt um að byggja nýjar höfuðstöðvar WOW á Kársnesi í Kópavogi og vonandi klárast það áður en kauphallirnar og hótelturnarnir á Höfðatorgi verða búin að varpa svo miklum skugga á höfuðstöðvar flugfélagsins að Skúli og hans góða fólk sjái ekki lengur til sólar. En á móti geta þau auðvitað haft í flimtingum, aðspurð hvar þau starfi, að það sé þar sem sólin aldrei skín.
    Auglýsing