BLÁA LÓNIÐ Í ÁLFHEIMUM 74

    Starfsfólk fyrirtækja og verslana í Álfheimum 74 (Glæsibæ) þarf iðulega að útskýra fyrir erlendum ferðamönnum sem þangað ráfa inn með snjallsímann í hendi að Bláa lónið sé ekki þar, heldur í 50 kílómetra fjarlægð. Viðkvæði ferðamannanna er ávallt að Google Maps hafi vísað þeim í Álfheimana.

    Vissulega stendur “Blue Lagoon” utan á húsinu, en vitaskuld er ekkert Bláa lón þar að finna né neitt sem tengist því annað en að Bláa lónið á líkamsræktarstöðina Hreyfingu sem er í húsinu. Þegar leitað er að Blue Lagoon á Goggle Maps er fyrsta vísbendingin “Spa (Blue Lagoon) Main office”. Hvað á ferðamaðurinn að halda annað en að auðvitað hljóti aðalskrifstofan að vera þar sem lónið er að finna?

    Vitaskuld gætu ferðamenn komist að því sanna með því að leita í símaskránni á netinu. Ef þeir kynnu íslensku. Þar sæju þeir að Bláa lónið er við Norðurljósaveg 9 í Grindavík – og ekki minnst á Álfheima 74.

    Kannski að Bláa lónið ætti að fjarlægja þessa Álfheimamerkingu af Google Maps til að spara viðskiptavinum sínum fýluferðirnar.

    Auglýsing