BJÖRN INGI LAUS ÚR SKATTASNÖRUNNI

    “Fyrir fjögurra barna fjölskylduföður er ekki einfalt mál að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings frammi fyrir alþjóð. Hvað þá að sæta kyrrsetningu allra sinna eigna og geta sig hvergi hrært. Þá er gott að eiga góða að og trúa að réttlætið muni sigra og sannleikurinn koma í ljós að lokum,” segir Björn Ingi Hrafnsson fyrrum fjölmiðlamógúll og pólitíkus en Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á skattamálum hans og sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar.

    Björn Ingi fékk þetta staðfest bréflega í gær:

    “Ég er fullur þakklætis fyrir það. Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikiðEn allt er gott sem endar vel. Dag er farið að lengja og landið er að rísa.”

    Auglýsing