BJARNI MEÐ BESTU FISKIBOLLUR Í HEIMI

  Bjarni og fiskibollurnar: Þorskur, laukur, egg, mjólk, kartöflumjöl, salt, pipar, lyftiduft og aromat.

  “Geggjaðar fiskibollur framleiddar í dag úr ferskum eðal þorski frá Samherja Dalvik
  Sumir seigja bestu bollur sem þeir hafa smakkað,” segir Bjarni Óskarsson matarbóndi á Völlum í Svarfaðardal sem gerði garðinn frægan í reykvískri veitingamennsku á árum áður og nægir þar að nefna Café Óperu sem var og hét í Lækjargötu og Nings á Suðurlandsbraut.

  Og uppskriftin er ekkert leyndarmál, fengin hjá Kristínu á Bakka í Svarfaðardal: Þorskur, laukur, egg, mjólk, kartöflumjöl, salt, pipar, lyftiduft og aromat.

  Bjarni hefur um árabil rekið umfangsmikla matargerð á Völlum. Tínir ber, ræktar silung og allt verður gourmet í höndum hans. Vellir eru sælkerabú sem rís undir nafni.

  Vellir í Svarfaðardal – sælkerabú án hliðstæðu.
  Auglýsing