BJARNI HAFÞÓR BRATTUR ÞRÁTT FYRIR PARKINSON

  Bjarni Hafþór Helgason, landsþekktur fjöllistamaður, verður með útgáfuteiti í Pennanum Eymundsson á Laugavegi 77 síðdegis í dag (17:00) í tilefni af útkomu bókar sinnar, Tími til að tengja. Bjarni Hafþór hefur greinst með parkinson og fjallað um þá raun sjálfur en er aldeilis ekki af baki dottinn og segir:

  “Mér skilst að ég eigi að flytja ávarp (sem verður gáfulegt) og lesa síðan eina stutta sögu úr bókinni. Árita síðan bækur ef einhverjir vilja sjá hvernig parkinson-höfundur brasar við það (nei djók, ekki svo slæmur ennþá). Viðeigandi drykkir verða á staðnum, er mér sagt. Það er stefnt að því að þetta verði gaman og vonandi gengur það eftir.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…